Bíó og sjónvarp

Halle Berry í Tulia

Berry mun leika mannréttindalögfræðing í Tulia.
Berry mun leika mannréttindalögfræðing í Tulia.

Halle Berry mun fara með aðalhlutverkið í dramamyndinni Tulia. Hefjast tökur á henni þann 1. maí í Louisiana. Myndin er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað í bænum Tulia í Texas árið 1999 þegar 46 þeldökkir menn voru handteknir vegna gruns um að hafa í fórum sínum eiturlyf. Voru þeir ranglega ásakaðir af spilltri löggu í málinu þrátt fyrir að engar sannanir hafi fundist fyrir sekt þeirra.

Berry mun fara með hlutverk mannréttindalögfræðings sem aðstoðar mennina. Er myndin byggð á bók Nate Blakeslee, Tulia: Race, Cocaine and Corruption in a Small Texas Town.

Berry hefur nýlokið við að leika í kvikmyndinni A Perfect Stranger þar sem hún er í aðalhlutverki ásamt harðhausnum Bruce Willis. Myndin verður frumsýnd í apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.