Vasahljómkviða frá Japan 2. mars 2007 06:00 Fimmta platan, Pocket Symphony, kemur út á mánudaginn. Smekkmennirnir og tilvonandi Íslandsvinirnir í frönsku hljómsveitinni Air senda frá sér nýja plötu eftir helgina. Pocket Symphony er þeirra fimmta plata. Trausti Júlíusson forvitnaðist um gerð hennar. Þrjú ár eru liðin síðan síðasta Air plata, Talkie Walkie, kom út, en það þýðir ekki að þeir Jean-Benoit Dunckel og Nicolas Godin hafi setið auðum höndum. Síðasta haust kom út platan 5:55 sem þeir gerðu með dóttur Serge Gainsbourg, Charlotte. Þeir félagar sáu alfarið um tónlistina á henni. Fyrsta sólóplata Jean-Benoit sem hann gerði undir nafninu Darkel kom líka út seint á síðasta ári, en hún var unnin á sama tíma og 5:55, nema á nótinni.Neil Hannon, Jarvis Cocker og Nigel Godrich Pocket Symphony var tekin upp undir stjórn Nigels Godrich, en þetta er í fjórða skipti sem þeir Jean-Benoit og Nicolas vinna með honum. Hópurinn sem vann að Charlotte Gainsbourg plötunni kemur reyndar líka við sögu á nýju plötunni. Bæði Jarvis Cocker og Neil Hannon sem sömdu texta fyrir plötu Charlotte eru hér líka, Jarvis semur textann við lagið One Hell Of A Party sem hann syngur og Neil syngur og semur textann við Somewhere Between Walking And Sleeping. Aðrir gestir á plötunni eru nígeríski trommuleikarinn og The Good, The Bad And The Queen-meðlimurinn Tony Allen og Joey Waronker sem m.a. hefur lamið húðirnar með Beck. Pocket Symphony er í þessum mjúka og stemningarfulla stíl sem einkenndi fyrstu plötu Air, Moon Safari. Eitt af því sem aðgreinir þessar tvær plötur eru japönsku strengjahljóðfærin koto og shamisen (japanskt banjó og japönsk harpa), en Nicolas tók sér heilt ár í að læra á þau með kennara sem hann fann í gegnum japanska sendiráðið í París. Þessi japanski hljómur setur svip á plötuna, en er sérstaklega áberandi í One Hell Of A Party. Þeir Jean-Benoit og Nicolas segjast hafa viljað fjarlægjast þennan dæmigerða popp-hljóm á plötunni. „Ég býst við því að við séum undir áhrifum frá nútíma-tónskáldum eins og Philip Glass og sígildum tónskáldum frá fyrri hluta 20. aldarinnar eins og Ravel og Erik Satie,“ segir Jean-Benoit í nýlegu viðtali. Bætir hann því við að þeir félagar semji þannig að þeir setjist niður og impróviseri saman.Væntanlegir til Íslands Nafn plötunnar Pocket Symphony er vísun í þá löngun þeirra Air-manna að gera plötu sem væri hugsuð sem heild. Það eru líka færri sungin lög á henni heldur en á síðustu plötum. Umslag plötunnar sem er unnið af myndlistarmanninum Xavier Veilhan sem undirstrikar þá tilvísun í klassíka tónlist sem nafnið er. Lógóið er í sama stíl og er á mörgum klassískum útgáfum og það eru myndir af hvítum styttum af þeim félögum sem minna á marmarastyttur af klassískum tónskáldum. Platan er samt ekki eitt samfellt verk, heldur safn popplaga sem mynda eina heild. Ástarævintýri þeirra Jean-Benoit og Nicolas hafa að því er virðist mikil áhrif á tónlist Air. Lagið Redhead Girl er t.d. samið til núverandi unnustu Nicolas sem hann kallar gyðjuna sína: „Nema hún er ekki rauðhærð. Þetta er mjög hugmyndafræðilegt,“ segir hann. Og lagið Left Bank samdi hann „á hótelherbergi eftir vel heppnaða helgi með stelpu. Og á mánudagsmorgninum hvarf hún án þess að segja orð…“ Air er væntanleg til Íslands á vegum frönsku menningarhátíðarinnar Pourquoi-pas? Hljómsveitin vildi ólm koma á sjálfa hátíðina, en vegna anna í kringum útgáfu Pocket Symphony kemst hún ekki fyrr en í sumar. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Smekkmennirnir og tilvonandi Íslandsvinirnir í frönsku hljómsveitinni Air senda frá sér nýja plötu eftir helgina. Pocket Symphony er þeirra fimmta plata. Trausti Júlíusson forvitnaðist um gerð hennar. Þrjú ár eru liðin síðan síðasta Air plata, Talkie Walkie, kom út, en það þýðir ekki að þeir Jean-Benoit Dunckel og Nicolas Godin hafi setið auðum höndum. Síðasta haust kom út platan 5:55 sem þeir gerðu með dóttur Serge Gainsbourg, Charlotte. Þeir félagar sáu alfarið um tónlistina á henni. Fyrsta sólóplata Jean-Benoit sem hann gerði undir nafninu Darkel kom líka út seint á síðasta ári, en hún var unnin á sama tíma og 5:55, nema á nótinni.Neil Hannon, Jarvis Cocker og Nigel Godrich Pocket Symphony var tekin upp undir stjórn Nigels Godrich, en þetta er í fjórða skipti sem þeir Jean-Benoit og Nicolas vinna með honum. Hópurinn sem vann að Charlotte Gainsbourg plötunni kemur reyndar líka við sögu á nýju plötunni. Bæði Jarvis Cocker og Neil Hannon sem sömdu texta fyrir plötu Charlotte eru hér líka, Jarvis semur textann við lagið One Hell Of A Party sem hann syngur og Neil syngur og semur textann við Somewhere Between Walking And Sleeping. Aðrir gestir á plötunni eru nígeríski trommuleikarinn og The Good, The Bad And The Queen-meðlimurinn Tony Allen og Joey Waronker sem m.a. hefur lamið húðirnar með Beck. Pocket Symphony er í þessum mjúka og stemningarfulla stíl sem einkenndi fyrstu plötu Air, Moon Safari. Eitt af því sem aðgreinir þessar tvær plötur eru japönsku strengjahljóðfærin koto og shamisen (japanskt banjó og japönsk harpa), en Nicolas tók sér heilt ár í að læra á þau með kennara sem hann fann í gegnum japanska sendiráðið í París. Þessi japanski hljómur setur svip á plötuna, en er sérstaklega áberandi í One Hell Of A Party. Þeir Jean-Benoit og Nicolas segjast hafa viljað fjarlægjast þennan dæmigerða popp-hljóm á plötunni. „Ég býst við því að við séum undir áhrifum frá nútíma-tónskáldum eins og Philip Glass og sígildum tónskáldum frá fyrri hluta 20. aldarinnar eins og Ravel og Erik Satie,“ segir Jean-Benoit í nýlegu viðtali. Bætir hann því við að þeir félagar semji þannig að þeir setjist niður og impróviseri saman.Væntanlegir til Íslands Nafn plötunnar Pocket Symphony er vísun í þá löngun þeirra Air-manna að gera plötu sem væri hugsuð sem heild. Það eru líka færri sungin lög á henni heldur en á síðustu plötum. Umslag plötunnar sem er unnið af myndlistarmanninum Xavier Veilhan sem undirstrikar þá tilvísun í klassíka tónlist sem nafnið er. Lógóið er í sama stíl og er á mörgum klassískum útgáfum og það eru myndir af hvítum styttum af þeim félögum sem minna á marmarastyttur af klassískum tónskáldum. Platan er samt ekki eitt samfellt verk, heldur safn popplaga sem mynda eina heild. Ástarævintýri þeirra Jean-Benoit og Nicolas hafa að því er virðist mikil áhrif á tónlist Air. Lagið Redhead Girl er t.d. samið til núverandi unnustu Nicolas sem hann kallar gyðjuna sína: „Nema hún er ekki rauðhærð. Þetta er mjög hugmyndafræðilegt,“ segir hann. Og lagið Left Bank samdi hann „á hótelherbergi eftir vel heppnaða helgi með stelpu. Og á mánudagsmorgninum hvarf hún án þess að segja orð…“ Air er væntanleg til Íslands á vegum frönsku menningarhátíðarinnar Pourquoi-pas? Hljómsveitin vildi ólm koma á sjálfa hátíðina, en vegna anna í kringum útgáfu Pocket Symphony kemst hún ekki fyrr en í sumar.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira