Fagrir hljómar 24. febrúar 2007 11:00 Þjóðlög, ljóðaflokkar og aríur Fjölbreyttir söngtónleikar verða haldnir í Salnum á morgun. MYND/Vilhelm Söngkonurnar Xu Wen og Natalía Chow halda söngtónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Með þeim leikur Anna Guðný Guðmunsdóttir á píanó en á efnisskránni eru ljóðaflokkur eftir Mahler og frumflutningur á ljóðaflokki eftir Julian Hewlett, auk íslenskra og erlendra sönglaga og aría. Xu Wen nam ung að árum kínverskan óperusöng, leiklist, dans og skylmingar við Huangmei-óperuskólann í Anhui-fylki í Kína. Hún hefur sungið aðalhlutverk í fjölmörgum kínverskum óperum og unnið til verðlauna fyrir söng sinn. Hún fluttist til Íslands árið 1989, hóf nám hjá Elísabetu Erlingsdóttur við söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík og stundaði síðar framhaldsnám í London. Xu Wen hefur haldið fjölda einsöngstónleika og sungið víða á opinberum vettvangi og starfar nú jafnframt sem söngkennari við Domus Vox. Natalía Chow Hewlett ólst upp í Hong Kong og lærði snemma á píanó. Hún lauk 8. stig í píanóleik og einsöng í Hong Kong og hélt síðar til framhaldsnáms í Bretlandi. Að námi loknu var Natalía ráðin sem lektor við Hong Kong International Institute of Music þar sem hún sá um menntun verðandi tónmenntakennara. Á sama tíma stundaði hún framhaldsnám í söng. Natalía fluttist til Íslands árið 1992 og hefur starfað sem söngkona, söngkennari, organisti og kórstjóri, fyrst á Húsavík og síðan á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur til að mynda staðið að stofnun fjögurra kóra, þar á meðal Regnbogakvennakórsins sem er fyrir konur af erlendum uppruna. Tónleikarnir á morgun hefjast kl. 16. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Söngkonurnar Xu Wen og Natalía Chow halda söngtónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Með þeim leikur Anna Guðný Guðmunsdóttir á píanó en á efnisskránni eru ljóðaflokkur eftir Mahler og frumflutningur á ljóðaflokki eftir Julian Hewlett, auk íslenskra og erlendra sönglaga og aría. Xu Wen nam ung að árum kínverskan óperusöng, leiklist, dans og skylmingar við Huangmei-óperuskólann í Anhui-fylki í Kína. Hún hefur sungið aðalhlutverk í fjölmörgum kínverskum óperum og unnið til verðlauna fyrir söng sinn. Hún fluttist til Íslands árið 1989, hóf nám hjá Elísabetu Erlingsdóttur við söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík og stundaði síðar framhaldsnám í London. Xu Wen hefur haldið fjölda einsöngstónleika og sungið víða á opinberum vettvangi og starfar nú jafnframt sem söngkennari við Domus Vox. Natalía Chow Hewlett ólst upp í Hong Kong og lærði snemma á píanó. Hún lauk 8. stig í píanóleik og einsöng í Hong Kong og hélt síðar til framhaldsnáms í Bretlandi. Að námi loknu var Natalía ráðin sem lektor við Hong Kong International Institute of Music þar sem hún sá um menntun verðandi tónmenntakennara. Á sama tíma stundaði hún framhaldsnám í söng. Natalía fluttist til Íslands árið 1992 og hefur starfað sem söngkona, söngkennari, organisti og kórstjóri, fyrst á Húsavík og síðan á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur til að mynda staðið að stofnun fjögurra kóra, þar á meðal Regnbogakvennakórsins sem er fyrir konur af erlendum uppruna. Tónleikarnir á morgun hefjast kl. 16.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira