Fengið að láni frá börnunum Svandís Svavarsdóttir skrifar 21. febrúar 2007 05:00 Staða barna er okkur Vinstri grænum sérlega hugleikin. Að okkar mati er það samfélagslegt verkefni að skapa öllum börnum skilyrði til að þroskast og menntast. Við eigum að gefa þeim tækifæri til að þroska hæfileika sína óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Mannsæmandi kjör koma börnum nefnilega heilmikið við. Lægstu laun eru fyrir neðan allar hellur og börn á heimilum öryrkja búa mörg hver við algjöra fátækt. Það gefur augaleið að á slíkum heimilum eru ekki aurar fyrir grunnþörfum nútímasamfélagsins, eins og þátttöku í íþróttum og tómstundastarfi. Stéttaskipting verður til þegar á barnsaldri þegar skólamaturinn er dýr og önnur félagsleg aðgreining skammt undan. Enn ríkir umtalsverður kynbundinn launamunur og kynbundið ofbeldi er alltof algengt. Tækifæri karla og kvenna - stelpna og stráka, eru hvergi nærri jafnmikil. Með því að leggja stóraukna áherslu á kynjajafnréttisumræðu, jafnréttisfræðslu á öllum stigum skólagöngunnar og auka vægi kvenfrelsis hvarvetnaí samfélaginu leggjum við grunn að jafnrétti kynjanna. Að dætur okkar eigi sömu möguleika í lífinu og synir okkar. Innflytjendur eru hluti af samfélaginu og eiga að vera þáttakendur í því að móta það og skapa. Til þess að þeim sé það að unnt þurfum við að læra þeirra siði og þeir okkar. Við þurfum ekki aðeins að bera virðingu fyrir móðurmáli hvers og eins í skólunum, heldur líka menningu þeirra og siðum. Og við þurfum að muna eftir að kenna innflytjendum ekki aðeins íslensku heldur einnig íslenska siði, sögu, gildismat og menningu í fortíð og nútíð. List- og verknám verður að fá meira rými í grunnmenntun til að allir fái notið sinna hæfileika og getu. Þannig sköpum við glaða þjóð með sterka og öfluga sjálfsmynd. Skólakerfi sem leggur áherslu á styrkleika nemenda en ekki veikleika þeirra er manneskjulegra, fjölbreyttara og öflugra en það sem við búum við nú. Eitt stórt og kjarkmikið skref í þá átt er að afleggja samræmd próf og taka upp annað og markvissara mat á skólastarfi. Auk þess þarf að losa skólann undan viðjum aðalnámskrár til að okkar góðu kennarar og fagfólk í skólaumhverfinu fái notið sinnar menntunar og reynslu með því að koma til móts við hvern og einn nemanda á forsendum viðkomandi. Jöfnuður og fjölbreytni eru hér lykilorðin. Barnalýðræði er einn angi aukins lýðræðis, þátttöku og sköpunar í samfélagi. Við ættum að hlusta á börnin í ríkari mæli, með því að tala við börnin beint og gefa þeim svigrúm og tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þannig getum við skilið og skynjað hvernig þeim líður við fjölbreyttar aðstæður. Barnapólitík hverfist öll um hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eða þá hugsun að við höfum jörðina að láni frá börnunum okkar og berum ríka skyldu til þess að skila henni jafngóðri til þeirra. Barnapólitík snýst því um að gera framtíð barnanna okkar sem allra bjartasta. Þannig framtíð vilja Vinstri græn. Höfundur er borgarfulltrúi vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Staða barna er okkur Vinstri grænum sérlega hugleikin. Að okkar mati er það samfélagslegt verkefni að skapa öllum börnum skilyrði til að þroskast og menntast. Við eigum að gefa þeim tækifæri til að þroska hæfileika sína óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Mannsæmandi kjör koma börnum nefnilega heilmikið við. Lægstu laun eru fyrir neðan allar hellur og börn á heimilum öryrkja búa mörg hver við algjöra fátækt. Það gefur augaleið að á slíkum heimilum eru ekki aurar fyrir grunnþörfum nútímasamfélagsins, eins og þátttöku í íþróttum og tómstundastarfi. Stéttaskipting verður til þegar á barnsaldri þegar skólamaturinn er dýr og önnur félagsleg aðgreining skammt undan. Enn ríkir umtalsverður kynbundinn launamunur og kynbundið ofbeldi er alltof algengt. Tækifæri karla og kvenna - stelpna og stráka, eru hvergi nærri jafnmikil. Með því að leggja stóraukna áherslu á kynjajafnréttisumræðu, jafnréttisfræðslu á öllum stigum skólagöngunnar og auka vægi kvenfrelsis hvarvetnaí samfélaginu leggjum við grunn að jafnrétti kynjanna. Að dætur okkar eigi sömu möguleika í lífinu og synir okkar. Innflytjendur eru hluti af samfélaginu og eiga að vera þáttakendur í því að móta það og skapa. Til þess að þeim sé það að unnt þurfum við að læra þeirra siði og þeir okkar. Við þurfum ekki aðeins að bera virðingu fyrir móðurmáli hvers og eins í skólunum, heldur líka menningu þeirra og siðum. Og við þurfum að muna eftir að kenna innflytjendum ekki aðeins íslensku heldur einnig íslenska siði, sögu, gildismat og menningu í fortíð og nútíð. List- og verknám verður að fá meira rými í grunnmenntun til að allir fái notið sinna hæfileika og getu. Þannig sköpum við glaða þjóð með sterka og öfluga sjálfsmynd. Skólakerfi sem leggur áherslu á styrkleika nemenda en ekki veikleika þeirra er manneskjulegra, fjölbreyttara og öflugra en það sem við búum við nú. Eitt stórt og kjarkmikið skref í þá átt er að afleggja samræmd próf og taka upp annað og markvissara mat á skólastarfi. Auk þess þarf að losa skólann undan viðjum aðalnámskrár til að okkar góðu kennarar og fagfólk í skólaumhverfinu fái notið sinnar menntunar og reynslu með því að koma til móts við hvern og einn nemanda á forsendum viðkomandi. Jöfnuður og fjölbreytni eru hér lykilorðin. Barnalýðræði er einn angi aukins lýðræðis, þátttöku og sköpunar í samfélagi. Við ættum að hlusta á börnin í ríkari mæli, með því að tala við börnin beint og gefa þeim svigrúm og tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þannig getum við skilið og skynjað hvernig þeim líður við fjölbreyttar aðstæður. Barnapólitík hverfist öll um hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eða þá hugsun að við höfum jörðina að láni frá börnunum okkar og berum ríka skyldu til þess að skila henni jafngóðri til þeirra. Barnapólitík snýst því um að gera framtíð barnanna okkar sem allra bjartasta. Þannig framtíð vilja Vinstri græn. Höfundur er borgarfulltrúi vinstri grænna.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun