Bíó og sjónvarp

J-Lo heiðruð af Amnesty International

Lopez hefur verið heiðruð af Amnesty International.
Lopez hefur verið heiðruð af Amnesty International. MYND/AP

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa heiðrað leik- og söngkonuna Jennifer Lopez vegna nýjustu kvikmyndar hennar, Border-town.

Lopez er framleiðandi og aðalleikkona myndarinnar, sem fjallar um rannsóknarblaðamann sem greinir frá raðmorðum á ungum konum. Gerist myndin í mexíkóska bænum Ciudad Juarez, þar sem mikið hefur verið um nauðganir og morð á konum frá árinu 1993. Til þessa hefur enginn sökudólgur fundist en talið er að morðin séu orðin nálægt 400 talsins.

Lopez tók við verðlaununum á kvikmyndahátíðinni í Berlín af mikilli auðmýkt og sagði ástandið í Ciudad Juarez vera skelfilegt og rað-morðin mætti flokka sem glæpi gegn mannkyninu.

Antonio Banderas og Martin Sheen fara með önnur aðalhlutverk í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.