Bíó og sjónvarp

Hin hliðin á sögunni

Systramynd Flags of our Fathers er tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Systramynd Flags of our Fathers er tilnefnd til Óskarsverðlauna.

Myndin Letters from Iwo Jima í leikstjórn Clint Eastwood verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi á föstudagskvöld. Um er að ræða systurmynd Flags of our Fathers og voru þær báðar teknar hér á landi eins og þekkt er orðið.

Þegar langt var liðið á seinni heimsstyrjöld mættust Bandaríkjamenn og Japanir í frægri orrustu á eyjunni Iwo Jima. Í Flags of our Fathers var sagan sögð frá sjónarhóli Bandaríkjamanna en nú er ljósinu varpað á japönsku hermennina og upplifun þeirra en flestir þeir sem sendir voru til eyjunnar vissu að þeir myndu ekki eiga afturkvæmt. Þeirra á meðal eru bakarinn Saigo sem óskar einskis nema að fá að hitta nýfædda dóttur sína; Baron Nishi, þekktur knapi sem hefur keppt á Ólympíuleikum; Shimizu er fyrrum herlögreglumaður sem hefur enn ekki kynnst hörmungum stríðsins og liðþjálfinn Ito, sem sviptir sig fyrr lífi en að gefast upp.

Hershöfðingi þeirra er sigldur maður, hefur meðal annars komið til Bandaríkjanna og þótt hann geri sér grein fyrir fánýti styrjalda veit hann hvernig hægt er að gera innrásarhernum skráveifu.

Letters from Iwo Jima er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin. Helstu hlutverk eru í höndum Ken Watanabe (The Last Samurai), Ryo Kase og Shidou Nakamura.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.