Er Illugi í Sjálfstæðisflokknum? Árni Páll Árnason skrifar 8. febrúar 2007 00:01 Í síðustu viku benti ég hér á tvískinnung Sjálfstæðisflokksins í stóriðjumálum, sem stendur á bak við sovéskættað stjórnkerfi sem veitir orkufyrirtækjum óheftan og niðurgreiddan aðgang að auðlindum þjóðarinnar. Ég benti á að flokkurinn gæti án tafar gert tvennt til að tryggja markaðsverð á orku og styðja við umhverfisvernd: Skilyrt heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms við virkjanir í þágu almennings og skyldað orkufyrirtæki til að afla fjár á markaðskjörum til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju. Illugi Gunnarsson skrifaði grein hér í blaðið á sunnudag. Þar virðist hann taka undir annað atriðið sem ég nefndi, sem sé að afnumdar verði heimildir orkufyrirtækjanna til eignarnáms vegna virkjana í þágu stóriðju. Það mun enda þýða raunhæfari verðmyndun á þeim landgæðum sem til spillis fara við virkjanir. En hann talar um þetta í óljósum vangaveltutón („Ég hef lagt til að við skoðum það vel"). Tími vangaveltna er hins vegar liðinn því orkufyrirtækin eru nú að gera orkusölusamninga á báðar hendur og undirbúa án umhugsunar að brjóta náttúruperlur undir virkjanir. Þess vegna hefur Samfylkingin lagt til tafarlaust stóriðjuhlé, meðan virkjunarkostir eru metnir út frá verndargildi. Illugi hlífir sér líka við umræðu um hitt vandamálið, sem er ótakmarkaður aðgangur opinberra orkufyrirtækja að erlendu lánsfé með ríkisábyrgð. Það felur í sér gríðarlega ríkisaðstoð til orkufyrirtækjanna og gerir þeim kleift að selja raforkuna á útsöluverði. Því er rétt að spyrja aftur: Hver er afstaða Sjálfstæðisflokksins? Eru vangaveltur Illuga bara prívatskoðanir hans? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn áfram að láta okkur skattborgara niðurgreiða sókn orkufyrirtækja í takmarkaðar auðlindir eða ekki? Ætlar hann áfram að koma í veg fyrir að eðlileg markaðslögmál ráði við uppbyggingu stóriðju? Er það kannski svo að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi a.m.k. að hafa tvær stefnur í orkumálum - eina fyrir Illuga og aðra fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, formann Orkuveitu Reykjavíkur? Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku benti ég hér á tvískinnung Sjálfstæðisflokksins í stóriðjumálum, sem stendur á bak við sovéskættað stjórnkerfi sem veitir orkufyrirtækjum óheftan og niðurgreiddan aðgang að auðlindum þjóðarinnar. Ég benti á að flokkurinn gæti án tafar gert tvennt til að tryggja markaðsverð á orku og styðja við umhverfisvernd: Skilyrt heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms við virkjanir í þágu almennings og skyldað orkufyrirtæki til að afla fjár á markaðskjörum til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju. Illugi Gunnarsson skrifaði grein hér í blaðið á sunnudag. Þar virðist hann taka undir annað atriðið sem ég nefndi, sem sé að afnumdar verði heimildir orkufyrirtækjanna til eignarnáms vegna virkjana í þágu stóriðju. Það mun enda þýða raunhæfari verðmyndun á þeim landgæðum sem til spillis fara við virkjanir. En hann talar um þetta í óljósum vangaveltutón („Ég hef lagt til að við skoðum það vel"). Tími vangaveltna er hins vegar liðinn því orkufyrirtækin eru nú að gera orkusölusamninga á báðar hendur og undirbúa án umhugsunar að brjóta náttúruperlur undir virkjanir. Þess vegna hefur Samfylkingin lagt til tafarlaust stóriðjuhlé, meðan virkjunarkostir eru metnir út frá verndargildi. Illugi hlífir sér líka við umræðu um hitt vandamálið, sem er ótakmarkaður aðgangur opinberra orkufyrirtækja að erlendu lánsfé með ríkisábyrgð. Það felur í sér gríðarlega ríkisaðstoð til orkufyrirtækjanna og gerir þeim kleift að selja raforkuna á útsöluverði. Því er rétt að spyrja aftur: Hver er afstaða Sjálfstæðisflokksins? Eru vangaveltur Illuga bara prívatskoðanir hans? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn áfram að láta okkur skattborgara niðurgreiða sókn orkufyrirtækja í takmarkaðar auðlindir eða ekki? Ætlar hann áfram að koma í veg fyrir að eðlileg markaðslögmál ráði við uppbyggingu stóriðju? Er það kannski svo að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi a.m.k. að hafa tvær stefnur í orkumálum - eina fyrir Illuga og aðra fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, formann Orkuveitu Reykjavíkur? Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun