Viðskipti innlent

Jafnvel í Sovét …

„Jafnvel í Sovétríkjunum, þar sem ríkið sá um fjárfestingar, datt fáum í hug að kjósa um þær," skrifar Sigurður Jóhannesson hagfræðingur í nýjasta hefti Vísbendingar í grein um fyrirhugaðar kosningar í Hafnarfirði um stækkun álversins.

Hann veltir upp bæði kostum og göllum á stækkun, en virðist ekki sannfærður um að valið eigi að vera bæjarbúa. Hann bendir á svör ungmenna við spurningum dagblaðs fyrir nokkru. „Ekkert vissi hver Hannes Smárason var, öll nema eitt vissu að jörðin snýst um sólu en ekki öfugt, en breið samstaða var um að milljarður væri hundrað milljónir. Setjum svo að þetta sé almenn skoðun. Það myndi ekki breyta því að milljarður er þúsund milljónir," segir hann og telur almenna atkvæðagreiðslu góðan kost þegar deilt sé um einföld efni sem í eðli sínu séu smekks-atriði, líkt og ýmis skipulagsmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×