Bíó og sjónvarp

Par á bar á Nasa

Nýtt Bar/Par Leikararnir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Steinn Ármann Magnússon bregða sér í ýmis hlutverk.
Nýtt Bar/Par Leikararnir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Steinn Ármann Magnússon bregða sér í ýmis hlutverk.

Æfingar eru hafnar á gamanleikritinu Bar/Par eftir Jim Cartwright. Eins og nafnið á verkinu gefur til kynna gerist leikritið á bar þar sem áhorfendur fá tækifæri til að kíkja inn í líf bareigenda sem eru hjón og gesta þeirra eina kvöldstund.

Öll hlutverkin í leikritinu eru leikin af tveimur af vinsælustu gamanleikurum þjóðarinnar; Steini Ármanni Magnússyni og Guðlaugu Elísabetu Jónsdóttur.

Verkið var fyrst sett upp á Íslandi fyrir meira en fimmtán árum og varð gríðalega vinsælt. Jim Cartwright er vinsæll höfundur úti um allan heim og meðal verka sem hafa verið sett upp eftir hann á Íslandi eru Stræti og Taktu lagið Lóa.

Leikmyndahöfundur er Vignir Jóhannsson og um búning sér María Ólafsdóttir. Leikstjóri er Gunnar I. Gunnsteinsson.

Leikritið verður frumsýnt á Nasa við Austurvöll í lok febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.