Umhverfisvottun 2. febrúar 2007 00:01 Flestum er orðið nokkuð ljóst að umhverfismál eru dauðans alvara og varða ekki aðeins velferð fugla og annarra villtra dýra heldur einnig mannkynið. Við erum farin að fá sífellt fleiri alvarlegar aðvaranir úr náttúrunni vegna athafna okkar, s.s. vegna hnattrænnar hlýnunar, efnamengunar þrávirkra efna, eyðimerkurmyndunar og útrýmingar tegunda. Varla líður sú vika að einhver frétt birtist í fjölmiðlum um neikvæðar afleiðingar athafna okkar mannkyns gagnvart móður jörð. En eru þessi vandamál ekki það stór að okkur fallast hendur? Það er nú svo að breytingarnar byrja hjá okkur sjálfum, í daglegum athöfnum okkar og það er margt sem við getum gert til að bæta það sem aflaga hefur farið í umgengni okkar. Fyrirtæki og stofnanir hafa tekið á þessum málum með margvíslegum hætti. Til dæmis hafa um það bil 25 sveitarfélög tekið upp Staðardagsskrá 21 um heildaráætlun um þróun hvers samfélags fyrir sig á nýhafinni öld byggðri á ályktun Sameinuðu þjóðanna á hinni svokölluðu Ríó-ráðstefnu frá 1992 um sjálfbæra þróun. Þetta er nærri þriðja hvert sveitarfélag landsins þar af eru 9 af 10 stærstu sveitarfélögum landsins. Það ber að hrósa þeim sveitarfélögum sem hafa tekið upp Staðardagsskrá 21 fyrir framsækni í umhverfismálum. Með því að taka upp Staðardagsskrá 21 eru sveitarfélögin ekki að taka upp umhverfisvottaða umhverfisstefnu fyrir undirstofnanir sínar en með umhverfisvottun er verið að fylgja vinnunni eftir eða sem framhald á þeirri vinnu sem nú er unnin hjá þessum sveitarfélögum þannig að þau fá staðfestingu á því að markmiðum þeirra í umhverfismálum er framfylgt af óháðum aðila. Þeim er veitt einhvers konar aðhald þar eð þau fara í gegnum árlegt vottunarferli sem tryggir að umhverfisstefnunni sem fylgt eftir af festu verði trúverðug. Þetta er að mati undirritaðra vænlegasta leiðin til skilvirkrar umhverfisstefnu. Það sama gildir um önnur sveitarfélög og fyrirtæki sem styðjast við umhverfisstefnu í einhverri mynd. Þetta gefur þeim tækifæri á að aðlaga umhverfisstefnu sína með aðstoð umhverfissérfræðinga frá umhverfisvottunarfyrirtækjum, meðal annars þeirri umhverfisvottun sem Beluga hefur uppá að bjóða. Lowana Veal Með því að taka upp umhverfisvottun eru sveitarfélög og fyrirtæki að sýna með sýnilegum hætti að þau taka á umhverfismálum með festu og ábyrgð. Fjárhagslegur ávinningurinn er einnig til staðar þar sem forráðamenn umhverfisvottaðra fyrirtækja hafa fullyrt að með umhverfisvottun hafi sparast töluvert í rekstri. Umhverfisvottun er líkleg til að laða að viðskiptavini að fyrirtækjum sem gefa þessum málaflokki gaum en staðreyndin er sú að almenningur er farinn að spá í umhverfismál. Hvað er Beluga?Beluga er umhverfisvottunarfyrirtæki er býður uppá vottun fyrir sveitarfélög, stofnanir og smá og meðalstór fyrirtæki. Beluga er með höfuðstöðvar í Árborg og hefur hingað til einbeitt sér að því að sinna fyrirtækjum á Suðurlandi og er Árborg nú þegar með Beluga-vottun. En nú er farið að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Beluga hefur mikla sérstöðu á vottunarmarkaði. Fyrir það fyrsta er kostnaðurinn lægri en hjá sambærilegum vottunarfyrirtækjum. Ástæðan fyrir því er sú að vottunarkerfi Beluga ehf. byggjast á því að starfsmenn og stjórnendur vinni sem allra mest sjálfir og séu virkir í allri þessari vinnu. Starfsmenn Beluga ehf. koma eins lítið að þessari vinnu og mögulegt er en þó eins mikið og nauðsynlegt er og óskað er eftir í hverju tilfelli. Skilyrði og kröfur fyrir vottun eru opinber og sýnileg öllum auk þess sem það er krafa að umhverfisstefna sé sýnileg og allir þeir sem áhuga hafa á geta nálgast umhverfisstefnu viðkomandi aðila með auðveldum hætti. Það hefur oft verið sagt að Íslendingar séu langt á eftir öðrum vestrænum þjóðum þegar kemur að umhverfisvitund. Hlutirnir hafa þó breyst eitthvað til hins betra á undanförnum árum, en til að ná almennri vakningu í umhverfismálum þarf að gera enn betur. Því fleiri sem eru með umhverfisvottun því betra er ástandið. Af því að umhverfismál eru sýnileg og eru á okkur ábyrgð. Kynntu þér málið!Báðir höfundar eru líffræðingar að mennt og starfa sem ráðgjafar hjá Beluga ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Flestum er orðið nokkuð ljóst að umhverfismál eru dauðans alvara og varða ekki aðeins velferð fugla og annarra villtra dýra heldur einnig mannkynið. Við erum farin að fá sífellt fleiri alvarlegar aðvaranir úr náttúrunni vegna athafna okkar, s.s. vegna hnattrænnar hlýnunar, efnamengunar þrávirkra efna, eyðimerkurmyndunar og útrýmingar tegunda. Varla líður sú vika að einhver frétt birtist í fjölmiðlum um neikvæðar afleiðingar athafna okkar mannkyns gagnvart móður jörð. En eru þessi vandamál ekki það stór að okkur fallast hendur? Það er nú svo að breytingarnar byrja hjá okkur sjálfum, í daglegum athöfnum okkar og það er margt sem við getum gert til að bæta það sem aflaga hefur farið í umgengni okkar. Fyrirtæki og stofnanir hafa tekið á þessum málum með margvíslegum hætti. Til dæmis hafa um það bil 25 sveitarfélög tekið upp Staðardagsskrá 21 um heildaráætlun um þróun hvers samfélags fyrir sig á nýhafinni öld byggðri á ályktun Sameinuðu þjóðanna á hinni svokölluðu Ríó-ráðstefnu frá 1992 um sjálfbæra þróun. Þetta er nærri þriðja hvert sveitarfélag landsins þar af eru 9 af 10 stærstu sveitarfélögum landsins. Það ber að hrósa þeim sveitarfélögum sem hafa tekið upp Staðardagsskrá 21 fyrir framsækni í umhverfismálum. Með því að taka upp Staðardagsskrá 21 eru sveitarfélögin ekki að taka upp umhverfisvottaða umhverfisstefnu fyrir undirstofnanir sínar en með umhverfisvottun er verið að fylgja vinnunni eftir eða sem framhald á þeirri vinnu sem nú er unnin hjá þessum sveitarfélögum þannig að þau fá staðfestingu á því að markmiðum þeirra í umhverfismálum er framfylgt af óháðum aðila. Þeim er veitt einhvers konar aðhald þar eð þau fara í gegnum árlegt vottunarferli sem tryggir að umhverfisstefnunni sem fylgt eftir af festu verði trúverðug. Þetta er að mati undirritaðra vænlegasta leiðin til skilvirkrar umhverfisstefnu. Það sama gildir um önnur sveitarfélög og fyrirtæki sem styðjast við umhverfisstefnu í einhverri mynd. Þetta gefur þeim tækifæri á að aðlaga umhverfisstefnu sína með aðstoð umhverfissérfræðinga frá umhverfisvottunarfyrirtækjum, meðal annars þeirri umhverfisvottun sem Beluga hefur uppá að bjóða. Lowana Veal Með því að taka upp umhverfisvottun eru sveitarfélög og fyrirtæki að sýna með sýnilegum hætti að þau taka á umhverfismálum með festu og ábyrgð. Fjárhagslegur ávinningurinn er einnig til staðar þar sem forráðamenn umhverfisvottaðra fyrirtækja hafa fullyrt að með umhverfisvottun hafi sparast töluvert í rekstri. Umhverfisvottun er líkleg til að laða að viðskiptavini að fyrirtækjum sem gefa þessum málaflokki gaum en staðreyndin er sú að almenningur er farinn að spá í umhverfismál. Hvað er Beluga?Beluga er umhverfisvottunarfyrirtæki er býður uppá vottun fyrir sveitarfélög, stofnanir og smá og meðalstór fyrirtæki. Beluga er með höfuðstöðvar í Árborg og hefur hingað til einbeitt sér að því að sinna fyrirtækjum á Suðurlandi og er Árborg nú þegar með Beluga-vottun. En nú er farið að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Beluga hefur mikla sérstöðu á vottunarmarkaði. Fyrir það fyrsta er kostnaðurinn lægri en hjá sambærilegum vottunarfyrirtækjum. Ástæðan fyrir því er sú að vottunarkerfi Beluga ehf. byggjast á því að starfsmenn og stjórnendur vinni sem allra mest sjálfir og séu virkir í allri þessari vinnu. Starfsmenn Beluga ehf. koma eins lítið að þessari vinnu og mögulegt er en þó eins mikið og nauðsynlegt er og óskað er eftir í hverju tilfelli. Skilyrði og kröfur fyrir vottun eru opinber og sýnileg öllum auk þess sem það er krafa að umhverfisstefna sé sýnileg og allir þeir sem áhuga hafa á geta nálgast umhverfisstefnu viðkomandi aðila með auðveldum hætti. Það hefur oft verið sagt að Íslendingar séu langt á eftir öðrum vestrænum þjóðum þegar kemur að umhverfisvitund. Hlutirnir hafa þó breyst eitthvað til hins betra á undanförnum árum, en til að ná almennri vakningu í umhverfismálum þarf að gera enn betur. Því fleiri sem eru með umhverfisvottun því betra er ástandið. Af því að umhverfismál eru sýnileg og eru á okkur ábyrgð. Kynntu þér málið!Báðir höfundar eru líffræðingar að mennt og starfa sem ráðgjafar hjá Beluga ehf.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar