Biðin styttist í PS3 31. janúar 2007 00:01 Einn af fyrstu viðskiptavinunum í Tókýó í Japan þegar PS3 leikjatölvan kom þar á markað í nóvember í fyrra. Tölvan kemur á markað í Evrópu 23. mars næstkomandi. MYND/AP Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu. Ástæðan fyrir því að tölvan kemur á markað í Evrópu mun síðar en í Bandaríkjunum og í Japan er sú að Sony átti í vandræðum með framleiðslu á Blu-ray diskadrifi tölvunnar, sem á að samræmast stöðlum Evrópusambandsins. Leikjatölvuunnendur í Evrópu sem ekki gátu setið á sér brugðust við með ýmsum hætti, meðal annars með því að láta senda sér tölvuna frá Japan og Bandaríkjunum. Evrópusambandið brást illa við og hótaði aðgerðum til að hindra innflutninginn auk þess sem Sony sendi frá sér tilkynningu þess efnis að leikjatölvurnar sem komi á markað í Evrópu í mars muni ekki geta spilað leiki sem seldir eru í Bandaríkjunum og Japan. Sömu sögu var að segja af leikjunum. Í dýrari gerð leikjatölvunnar er 60 GB harður diskur og þráðlaus skjátenging en í ódýrari gerðinni er harði diskurinn 20 GB og tenging við skjá með snúrum. Báðar gerðir eru hins vegar með þráðlausri fjarstýringu. Leikjavísir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu. Ástæðan fyrir því að tölvan kemur á markað í Evrópu mun síðar en í Bandaríkjunum og í Japan er sú að Sony átti í vandræðum með framleiðslu á Blu-ray diskadrifi tölvunnar, sem á að samræmast stöðlum Evrópusambandsins. Leikjatölvuunnendur í Evrópu sem ekki gátu setið á sér brugðust við með ýmsum hætti, meðal annars með því að láta senda sér tölvuna frá Japan og Bandaríkjunum. Evrópusambandið brást illa við og hótaði aðgerðum til að hindra innflutninginn auk þess sem Sony sendi frá sér tilkynningu þess efnis að leikjatölvurnar sem komi á markað í Evrópu í mars muni ekki geta spilað leiki sem seldir eru í Bandaríkjunum og Japan. Sömu sögu var að segja af leikjunum. Í dýrari gerð leikjatölvunnar er 60 GB harður diskur og þráðlaus skjátenging en í ódýrari gerðinni er harði diskurinn 20 GB og tenging við skjá með snúrum. Báðar gerðir eru hins vegar með þráðlausri fjarstýringu.
Leikjavísir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira