Til hamingju með daginn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 27. janúar 2007 00:01 Í dag eru liðin hundrað ár frá því Bríet boðaði til fundar í Þingholtsstræti 18 til að stofna Kvenréttindafélag Íslands. Og nú gildir það sama og fyrr: Konur þurfa að segja frá og þær þurfa að tala saman. Hvernig líður frjálsum íslenskum konum á 21. öld? Hvað útheimtir móðurhlutverkið af konum við nútímaaðstæður? Þarf vinnutími á Íslandi að vera svona miklu lengri en í nágrannalöndum? Hver axlar ábyrgð á úrræðaleysi samfélagsins þegar kemur að öldruðum? Taka dæturnar við? Hví skyldu konur taka þátt í þögninni um launin ef þær tapa alltaf sjálfar? Þegar samfélagsþjónustu skortir axla konur byrðarnar, án launa og án viðurkenningar. Í hjarta hverrar konu þarf að vera vissan um að hið persónulega sem hún oft telur varða sig eina og vera sér að kenna er í raun almenn reynsla kvenna og þar með pólitískt mál. Fyrir alllöngu varð almenn viðhorfsbreyting meðal kvenna. Nú er víðtæk samstaða um það meðal kvenna að konur eigi ákveðinn rétt og að þeim beri ákveðin hlutdeild í mótun samfélagsins. Í hjarta allra kvenna býr vitneskjan um að konur bera skarðan hlut frá borði. Með okkur öllum býr þrá til að breyta stöðu kvenna. Sú þrá er reyndar missterk - hjá sumum óljós en öðrum brennandi. Og það er einmitt þessi þrá sem fær okkur til að takast verk á hendur sem einfaldast væri kannski að láta öðrum eftir. Reynslan hefur kennt mér að það skiptir höfuðmáli að fjölga konum hvarvetna þar sem mikilvæg mál eru til lykta leidd. Þess vegna hef ég lýst því yfir að ég muni gæta þess, þegar flokkur minn sest í ríkisstjórn, að jafnræði verði milli kvenna og karla í okkar ráðherrahópi. Ég upplifði það líka í ráðhúsinu að forsenda árangurs í jafnréttismálum er að æðstu stjórnendur láti þau til sín taka. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að það eigi að færa ábyrgðina á jafnréttismálum til forsætisráðuneytisins. Við höfum verk að vinna og eigum að vera órög að takast á við þau rétt eins og konurnar sem stofnuðu Kvenréttindafélagið fyrir 100 árum. Ég óska konum og kvenréttindafélaginu til hamingju með daginn og starf þeirra í þágu samfélagsins öll þessi ár. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin hundrað ár frá því Bríet boðaði til fundar í Þingholtsstræti 18 til að stofna Kvenréttindafélag Íslands. Og nú gildir það sama og fyrr: Konur þurfa að segja frá og þær þurfa að tala saman. Hvernig líður frjálsum íslenskum konum á 21. öld? Hvað útheimtir móðurhlutverkið af konum við nútímaaðstæður? Þarf vinnutími á Íslandi að vera svona miklu lengri en í nágrannalöndum? Hver axlar ábyrgð á úrræðaleysi samfélagsins þegar kemur að öldruðum? Taka dæturnar við? Hví skyldu konur taka þátt í þögninni um launin ef þær tapa alltaf sjálfar? Þegar samfélagsþjónustu skortir axla konur byrðarnar, án launa og án viðurkenningar. Í hjarta hverrar konu þarf að vera vissan um að hið persónulega sem hún oft telur varða sig eina og vera sér að kenna er í raun almenn reynsla kvenna og þar með pólitískt mál. Fyrir alllöngu varð almenn viðhorfsbreyting meðal kvenna. Nú er víðtæk samstaða um það meðal kvenna að konur eigi ákveðinn rétt og að þeim beri ákveðin hlutdeild í mótun samfélagsins. Í hjarta allra kvenna býr vitneskjan um að konur bera skarðan hlut frá borði. Með okkur öllum býr þrá til að breyta stöðu kvenna. Sú þrá er reyndar missterk - hjá sumum óljós en öðrum brennandi. Og það er einmitt þessi þrá sem fær okkur til að takast verk á hendur sem einfaldast væri kannski að láta öðrum eftir. Reynslan hefur kennt mér að það skiptir höfuðmáli að fjölga konum hvarvetna þar sem mikilvæg mál eru til lykta leidd. Þess vegna hef ég lýst því yfir að ég muni gæta þess, þegar flokkur minn sest í ríkisstjórn, að jafnræði verði milli kvenna og karla í okkar ráðherrahópi. Ég upplifði það líka í ráðhúsinu að forsenda árangurs í jafnréttismálum er að æðstu stjórnendur láti þau til sín taka. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að það eigi að færa ábyrgðina á jafnréttismálum til forsætisráðuneytisins. Við höfum verk að vinna og eigum að vera órög að takast á við þau rétt eins og konurnar sem stofnuðu Kvenréttindafélagið fyrir 100 árum. Ég óska konum og kvenréttindafélaginu til hamingju með daginn og starf þeirra í þágu samfélagsins öll þessi ár. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar