Skýrari stefnu um innflytjendamál fyrir kosningar í vor Toshiki Toma skrifar 27. janúar 2007 00:01 Æsingurinn sem spannst í kringum umræðuna um innflytjendamál á sl. mánuðum virðist vera á undanhaldi. Senn líður að alþingiskosningum og því er afar brýnt að þessi umræða verði sett á oddinn að nýju, þó með málefnalegri og skipulegri hætti en áður. Innflytjendamál snúa að mörgum sviðum íslensks samfélags en það umræðuefni sem olli mestu fjaðrafoki og ýtti af stað bylgju fordóma í garð innflytjenda var umræðan um öra fjölgun erlendra verkamanna frá nýju aðildarríkjunum ESB. Mig langar aðeins til að fjalla um þetta atriði í þessari grein. Til þess að geta haldið uppi upplýstri og málefnalegri umræðu þarf að liggja ljóst fyrir um hvað málið snýst, t.d. hverju megi breyta og hverju ekki. Svo lengi sem Ísland er aðildarríki EES-samningsins, þá er ekki heimilt að takmarka ferðir EES-launafólks innan evrópska vinnumarkaðarins. Grunnstef ESB og EES-samningsins er „einn sameiginlegur vinnumarkaður" og er frjáls för launafólks gagnkvæm skylda aðildarríkjanna. Þegar fjallað er um innflytjendamál hafa sumir reynt að beina umræðunni í þá átt að takmarka skuli þetta frjálsa flæði. Til þess þyrftu Íslendingar að ganga úr EES-samstarfinu. Er vilji til þess? Að sjálfsögðu kann það að vera valkostur en slíkt myndi hafa margþættar afleiðingar í för með sér sem snerta myndu fleiri en innflytjendur. Það er því mikilvægt að umfjöllun, einkum stjórnmálamanna, gefi rétta mynd af aðstæðum. Takmörkun ferða innflytjenda til Íslands er ekki möguleg (nema þá tímabundið) svo lengi sem við erum aðilar að samningnum. Þá er spurt, eiga Íslendingar að sitja aðgerðalausir og leyfa ótakmarkaðan innflutning útlendinga? Áður en ég svara þessari spurningu vil ég benda á að fjölgun erlendra verkamanna hér á landi er alls ekki neikvæð, einkum í efnahagslegu tilliti. Þetta kom skýrt fram í nýlegri könnun Kaupþings á áhrifum erlends vinnuafls á íslenskt efnahagslíf. Ég tek þó undir með þeim sem óttast að félagslega kerfið sé ekki í stakk búið til að taka á móti sífellt fleiri innflytjendum, t.d. er varðar skóla, viðunandi framboð á íslenskukennslu o.s.frv. Ef ekki er staðið vel að þessum þáttum er líklegt að það skapist spenna bæði hjá innflytjendum og Íslendingum. Því þurfum við að sníða stakk eftir vexti og taka aðeins á móti þeim fjölda innflytjenda sem við ráðum við að tryggja mannsæmandi aðstæður og jöfn tækifæri. En hvernig er hægt að stemma stigu við fjölguninni ef Ísland getur ekki takmarkað beint innflutning erlendra verkamanna? Tvennt er til ráða: Í fyrsta lagi mætti hverfa frá iðjustefnu í landinu. Stóriðjustefnan sem fylgt hefur verið undanfarin ár krefst þúsunda erlendra verkamanna. Það er aðallega stóriðjustefnan sem kallar á vinnuafl að utan og hefur valdið stórfelldri fjölgun innflytjenda í landinu. Það er afkáralegt að vera fylgjandi efnahagsstefnu sem krefst innflutnings erlendra verkamanna, og kvarta svo yfir offlæði erlends vinnuafls þegar fólkið kemur hingað til lands að vinna á grundvelli þessarar stefnu! Í öðru lagi ætti að skylda atvinnurekendur sem ráða innflytjendur til að borga þeim sanngjörn laun (sjálfsagt mál), til að tryggja starfsfólki almennilegar vinnuaðstæður, réttindafræðslu og ókeypis íslenskukennslu. Allt þess kostar eitthvað. Með því að tryggja réttindi erlends starfsfólks verður það ekki ódýrara vinnuafl en það íslenska. Ég tel þessar tvær aðferðar mikilvægar og raunsæjar til að hægja á fjölgun erlendra verkamanna á Íslandi - ef það er það sem við viljum gera. Báðar aðgerðirnar snúa að íslenskri efnahags- og vinnumarkaðsstefnu, ekki innflytjendunum sjálfum. Ég kalla eftir því að allir stjórnmálaflokkar móti sér skýra stefnu í innflytjendamálum fyrir komandi kosningar. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Æsingurinn sem spannst í kringum umræðuna um innflytjendamál á sl. mánuðum virðist vera á undanhaldi. Senn líður að alþingiskosningum og því er afar brýnt að þessi umræða verði sett á oddinn að nýju, þó með málefnalegri og skipulegri hætti en áður. Innflytjendamál snúa að mörgum sviðum íslensks samfélags en það umræðuefni sem olli mestu fjaðrafoki og ýtti af stað bylgju fordóma í garð innflytjenda var umræðan um öra fjölgun erlendra verkamanna frá nýju aðildarríkjunum ESB. Mig langar aðeins til að fjalla um þetta atriði í þessari grein. Til þess að geta haldið uppi upplýstri og málefnalegri umræðu þarf að liggja ljóst fyrir um hvað málið snýst, t.d. hverju megi breyta og hverju ekki. Svo lengi sem Ísland er aðildarríki EES-samningsins, þá er ekki heimilt að takmarka ferðir EES-launafólks innan evrópska vinnumarkaðarins. Grunnstef ESB og EES-samningsins er „einn sameiginlegur vinnumarkaður" og er frjáls för launafólks gagnkvæm skylda aðildarríkjanna. Þegar fjallað er um innflytjendamál hafa sumir reynt að beina umræðunni í þá átt að takmarka skuli þetta frjálsa flæði. Til þess þyrftu Íslendingar að ganga úr EES-samstarfinu. Er vilji til þess? Að sjálfsögðu kann það að vera valkostur en slíkt myndi hafa margþættar afleiðingar í för með sér sem snerta myndu fleiri en innflytjendur. Það er því mikilvægt að umfjöllun, einkum stjórnmálamanna, gefi rétta mynd af aðstæðum. Takmörkun ferða innflytjenda til Íslands er ekki möguleg (nema þá tímabundið) svo lengi sem við erum aðilar að samningnum. Þá er spurt, eiga Íslendingar að sitja aðgerðalausir og leyfa ótakmarkaðan innflutning útlendinga? Áður en ég svara þessari spurningu vil ég benda á að fjölgun erlendra verkamanna hér á landi er alls ekki neikvæð, einkum í efnahagslegu tilliti. Þetta kom skýrt fram í nýlegri könnun Kaupþings á áhrifum erlends vinnuafls á íslenskt efnahagslíf. Ég tek þó undir með þeim sem óttast að félagslega kerfið sé ekki í stakk búið til að taka á móti sífellt fleiri innflytjendum, t.d. er varðar skóla, viðunandi framboð á íslenskukennslu o.s.frv. Ef ekki er staðið vel að þessum þáttum er líklegt að það skapist spenna bæði hjá innflytjendum og Íslendingum. Því þurfum við að sníða stakk eftir vexti og taka aðeins á móti þeim fjölda innflytjenda sem við ráðum við að tryggja mannsæmandi aðstæður og jöfn tækifæri. En hvernig er hægt að stemma stigu við fjölguninni ef Ísland getur ekki takmarkað beint innflutning erlendra verkamanna? Tvennt er til ráða: Í fyrsta lagi mætti hverfa frá iðjustefnu í landinu. Stóriðjustefnan sem fylgt hefur verið undanfarin ár krefst þúsunda erlendra verkamanna. Það er aðallega stóriðjustefnan sem kallar á vinnuafl að utan og hefur valdið stórfelldri fjölgun innflytjenda í landinu. Það er afkáralegt að vera fylgjandi efnahagsstefnu sem krefst innflutnings erlendra verkamanna, og kvarta svo yfir offlæði erlends vinnuafls þegar fólkið kemur hingað til lands að vinna á grundvelli þessarar stefnu! Í öðru lagi ætti að skylda atvinnurekendur sem ráða innflytjendur til að borga þeim sanngjörn laun (sjálfsagt mál), til að tryggja starfsfólki almennilegar vinnuaðstæður, réttindafræðslu og ókeypis íslenskukennslu. Allt þess kostar eitthvað. Með því að tryggja réttindi erlends starfsfólks verður það ekki ódýrara vinnuafl en það íslenska. Ég tel þessar tvær aðferðar mikilvægar og raunsæjar til að hægja á fjölgun erlendra verkamanna á Íslandi - ef það er það sem við viljum gera. Báðar aðgerðirnar snúa að íslenskri efnahags- og vinnumarkaðsstefnu, ekki innflytjendunum sjálfum. Ég kalla eftir því að allir stjórnmálaflokkar móti sér skýra stefnu í innflytjendamálum fyrir komandi kosningar. Höfundur er prestur innflytjenda.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun