Tónlistargjörningur í fimmtugsafmælinu 25. janúar 2007 05:45 Árni Matthíasson er fimmtugur og hefur skrifað um tónlist fyrir Morgunblaðið í tuttugu ár. MYND/Anton Tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson er að verða fimmtugur. Af því tilefni blæs hann til mikillar veislu á þriðjudag þegar hann býður vinum og samstarfsmönnum upp á eyrnakonfekt að hætti hússins. „Þetta er nú ekki frægasta liðið en þetta er fólk sem mig langaði til að sjá," segir tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson sem hyggst bjóða upp á tónlistarhlaðborð á Nasa þann 30. janúar. Tilefnið er ærið. Árni er fimmtugur og tuttugu ár liðin síðan að hann hóf að skrifa um tónlist fyrir Morgunblaðið. Krummi syngur fyrir Árna Matt. Þær hljómsveitir sem heiðra Árna með nærveru sinni eru meðal annars Ghostigital, Benni Hemm Hemm, Mínus og rokk-risaeðlurnar í Ham. „Þetta verður reyndar hálfgerður tónlistargjörningur enda hef ég parað hljómsveitirnar tvær og tvær saman til að heyra eitthvað nýtt," útskýrir hann. Árna telst til að yfir sjö þúsund greinar um tónlist liggi eftir hann. Og er þá aðeins dregið úr. „Fyrsta viðtalið sem ég tók var við Sykurmolanna Einar Örn og Þór Eldon á lítilli knæpu í miðborg Reykjavíkur. Mjög eftirminnilegt því hljómsveitin hafði nýverið gefið út smáskífuna Ammæli," segir Árni. Þar að auki hefur tónlistargagnrýnandinn verið formaður dómnefndar á Músíktilraunum svo lengi sem elstu menn muna. „Mér finnst bara ekkert skemmtilegra en að heyra eitthvað nýtt. Þetta verður einhver árátta. Að finna nýjar hljómsveitir er einhver sérstök upplifun." Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson er að verða fimmtugur. Af því tilefni blæs hann til mikillar veislu á þriðjudag þegar hann býður vinum og samstarfsmönnum upp á eyrnakonfekt að hætti hússins. „Þetta er nú ekki frægasta liðið en þetta er fólk sem mig langaði til að sjá," segir tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson sem hyggst bjóða upp á tónlistarhlaðborð á Nasa þann 30. janúar. Tilefnið er ærið. Árni er fimmtugur og tuttugu ár liðin síðan að hann hóf að skrifa um tónlist fyrir Morgunblaðið. Krummi syngur fyrir Árna Matt. Þær hljómsveitir sem heiðra Árna með nærveru sinni eru meðal annars Ghostigital, Benni Hemm Hemm, Mínus og rokk-risaeðlurnar í Ham. „Þetta verður reyndar hálfgerður tónlistargjörningur enda hef ég parað hljómsveitirnar tvær og tvær saman til að heyra eitthvað nýtt," útskýrir hann. Árna telst til að yfir sjö þúsund greinar um tónlist liggi eftir hann. Og er þá aðeins dregið úr. „Fyrsta viðtalið sem ég tók var við Sykurmolanna Einar Örn og Þór Eldon á lítilli knæpu í miðborg Reykjavíkur. Mjög eftirminnilegt því hljómsveitin hafði nýverið gefið út smáskífuna Ammæli," segir Árni. Þar að auki hefur tónlistargagnrýnandinn verið formaður dómnefndar á Músíktilraunum svo lengi sem elstu menn muna. „Mér finnst bara ekkert skemmtilegra en að heyra eitthvað nýtt. Þetta verður einhver árátta. Að finna nýjar hljómsveitir er einhver sérstök upplifun."
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira