Mjög stolt af starfinu 16. janúar 2007 06:30 Viðtökurnar hafa verið afbragðsgóðar í grunn- og framhaldsskólum landsins. Það verður sérstök hátíðarsýning hjá Stoppleikhópnum í dag en þá heimsækja leikarar hans grunnskóla Kjalarness með fornkappa í farteskinu og leika hundruðustu sýninguna á leikgerð Íslendingasögunnar um Hrafnkel Freysgoða eftir Valgeir Skagfjörð. „Þetta er í fjórða sinn sem sýningar okkar fara upp í hundraðið og jafnvel hærra,“ segir Eggert Kaaber, sem er félagi í Stoppleikhópnum og annar leikaranna í sýningunni, en með honum á sviðinu stendur Sigurþór Albert Heimisson. „Við leikum þessa sýningu þriðja veturinn í röð en hún hefur gengið mjög vel. Við höfum sýnt hana í velflestum grunnskólum landsins og í fjölmörgum framhaldsskólum líka.“ Sýningunni er ætlað að vera innlegg í bókmenntasögunám nemenda sem flestir taka því opnum örmum að sjá menningararfinn lifna við. Höfundur leikgerðarinnar er jafnframt leikstjóri hennar en um leikmynd, búninga og teikningar sér Vignir Jóhannsson. Hrafnkelssaga Freysgoða, eða Hrafnkatla, er í hópi þekktustu Íslendingasagna og að sögn Eggerts er hún einkar dramatísk og vel skrifuð. Þar segir frá því þegar Hrafnkell Freysgoði drepur Einar Þorbjarnarson smalamann fyrir þá sök að ríða hestinum Freyfaxa í leyfisleysi. Í kjölfarið stefnir Sámur Bjarnason Hrafnkatli fyrir vígið og dregur það mál dilk á eftir sér. Eggert áréttar að sýningin hafi breyst töluvert á þessum tíma. „Hún hefur þróast alveg heilmikið og breyst til hins betra. Það verður alltaf ákveðin þróun þegar við leikum fyrir krakkana inni í skólunum – sýningin breytist við þetta návígi og mótast eftir því hvernig salurinn er og viðtökurnar.“ Stoppleikhúsið er eitt víðförlasta leikhús landsins en þar á bæ er leitast við að fara að minnsta kosti einn hring um landið á hverju ári. Um þessi misserin leikur hópurinn fimm sýningar fyrir áhorfendur á leikskólum og í grunn- og framhaldsskólum. Eggert segir að fjölbreytnin komi í veg fyrir að nokkur fái leið á efninu þó sýningarfjöldinn hlaupi nú á tugum. „Það er mjög skemmtilegt að hoppa svona milli sýninganna en við höfum mjög gaman af og erum stolt af starfinu, sér í lagi með unglingunum en við reynum að sýna nýtt leikrit fyrir þá á hverju ári. Ég veit ekki til þess að önnur leikhús sinni þeim aldurshópi jafnmarkvisst. Við verðum svo bara að sjá til hversu lengi Hrafnkell endist.“ Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Það verður sérstök hátíðarsýning hjá Stoppleikhópnum í dag en þá heimsækja leikarar hans grunnskóla Kjalarness með fornkappa í farteskinu og leika hundruðustu sýninguna á leikgerð Íslendingasögunnar um Hrafnkel Freysgoða eftir Valgeir Skagfjörð. „Þetta er í fjórða sinn sem sýningar okkar fara upp í hundraðið og jafnvel hærra,“ segir Eggert Kaaber, sem er félagi í Stoppleikhópnum og annar leikaranna í sýningunni, en með honum á sviðinu stendur Sigurþór Albert Heimisson. „Við leikum þessa sýningu þriðja veturinn í röð en hún hefur gengið mjög vel. Við höfum sýnt hana í velflestum grunnskólum landsins og í fjölmörgum framhaldsskólum líka.“ Sýningunni er ætlað að vera innlegg í bókmenntasögunám nemenda sem flestir taka því opnum örmum að sjá menningararfinn lifna við. Höfundur leikgerðarinnar er jafnframt leikstjóri hennar en um leikmynd, búninga og teikningar sér Vignir Jóhannsson. Hrafnkelssaga Freysgoða, eða Hrafnkatla, er í hópi þekktustu Íslendingasagna og að sögn Eggerts er hún einkar dramatísk og vel skrifuð. Þar segir frá því þegar Hrafnkell Freysgoði drepur Einar Þorbjarnarson smalamann fyrir þá sök að ríða hestinum Freyfaxa í leyfisleysi. Í kjölfarið stefnir Sámur Bjarnason Hrafnkatli fyrir vígið og dregur það mál dilk á eftir sér. Eggert áréttar að sýningin hafi breyst töluvert á þessum tíma. „Hún hefur þróast alveg heilmikið og breyst til hins betra. Það verður alltaf ákveðin þróun þegar við leikum fyrir krakkana inni í skólunum – sýningin breytist við þetta návígi og mótast eftir því hvernig salurinn er og viðtökurnar.“ Stoppleikhúsið er eitt víðförlasta leikhús landsins en þar á bæ er leitast við að fara að minnsta kosti einn hring um landið á hverju ári. Um þessi misserin leikur hópurinn fimm sýningar fyrir áhorfendur á leikskólum og í grunn- og framhaldsskólum. Eggert segir að fjölbreytnin komi í veg fyrir að nokkur fái leið á efninu þó sýningarfjöldinn hlaupi nú á tugum. „Það er mjög skemmtilegt að hoppa svona milli sýninganna en við höfum mjög gaman af og erum stolt af starfinu, sér í lagi með unglingunum en við reynum að sýna nýtt leikrit fyrir þá á hverju ári. Ég veit ekki til þess að önnur leikhús sinni þeim aldurshópi jafnmarkvisst. Við verðum svo bara að sjá til hversu lengi Hrafnkell endist.“
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira