Zidane vinsæl jólagjöf í Frakklandi 13. janúar 2007 16:00 Sigurjón getur ekki annað en glaðst yfir góðri sölu kvikmyndarinnar Zidane:Andlit 21. aldarinnar í Frakklandi. Kvikmyndin Zidane: Andlit 21. aldarinnar sló heldur betur í gegn hjá Frökkum um jólin en dvd-diskur myndarinnar seldist í yfir hundrað þúsund eintökum. Í myndinni er fylgst með öllum hreyfingum knattspyrnugoðsins Zidane í leik með spænska risaveldinu Real Madrid þar sem leikmaðurinn var meðal annars rekinn út af fyrir slagsmál. Myndin fékk óvænta athygli þegar Zidane stal senunni í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og skallaði mótherja sinn í brjóstkassann. Sigurjón Sighvatsson, framleiðandi myndarinnar, segir að þrátt fyrir þessu miklu athygli sem atvikið fékk hafi salan farið fram úr sínum björtustu vonum. „Universal-dreifingarfyrirtækið hafði spáð þessum miklu vinsældum en við tókum orð þeirra ekki trúanleg, þetta er því alveg frábær árangur,“ sagði Sigurjón þegar Fréttablaðið hafði uppá honum. „Þetta var algjör hámarkssala,“ bætir hann við en algengt er að stóru smellirnir frá draumaverksmiðjunni Hollywood seljist í svipuðu upplagi. Sigurjón segir það hins vegar vonbrigði hversu lítin áhuga knattspyrnumaðurinn sjálfur hafi sýnt myndinni þrátt fyrir loforð um að koma til liðs við þá eftir HM. Sigurjón segir að nú takið við kvikmyndahátíðar-ferðalag hjá myndinni. „Hún verður meðal annars sýnd á Sundance-hátíðinni í Bandaríkjunum og á Rotterdam-hátíðinni þannig að það er ekkert lát á sigurgöngu Zidane,“ segir Sigurjón. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kvikmyndin Zidane: Andlit 21. aldarinnar sló heldur betur í gegn hjá Frökkum um jólin en dvd-diskur myndarinnar seldist í yfir hundrað þúsund eintökum. Í myndinni er fylgst með öllum hreyfingum knattspyrnugoðsins Zidane í leik með spænska risaveldinu Real Madrid þar sem leikmaðurinn var meðal annars rekinn út af fyrir slagsmál. Myndin fékk óvænta athygli þegar Zidane stal senunni í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og skallaði mótherja sinn í brjóstkassann. Sigurjón Sighvatsson, framleiðandi myndarinnar, segir að þrátt fyrir þessu miklu athygli sem atvikið fékk hafi salan farið fram úr sínum björtustu vonum. „Universal-dreifingarfyrirtækið hafði spáð þessum miklu vinsældum en við tókum orð þeirra ekki trúanleg, þetta er því alveg frábær árangur,“ sagði Sigurjón þegar Fréttablaðið hafði uppá honum. „Þetta var algjör hámarkssala,“ bætir hann við en algengt er að stóru smellirnir frá draumaverksmiðjunni Hollywood seljist í svipuðu upplagi. Sigurjón segir það hins vegar vonbrigði hversu lítin áhuga knattspyrnumaðurinn sjálfur hafi sýnt myndinni þrátt fyrir loforð um að koma til liðs við þá eftir HM. Sigurjón segir að nú takið við kvikmyndahátíðar-ferðalag hjá myndinni. „Hún verður meðal annars sýnd á Sundance-hátíðinni í Bandaríkjunum og á Rotterdam-hátíðinni þannig að það er ekkert lát á sigurgöngu Zidane,“ segir Sigurjón.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira