Ítölsk-íslensk veisla í kvöld 12. janúar 2007 04:00 Jóhann verður í eldlínunni með Evil Madness í Stúdentakjallaranum í kvöld. MYND/Hörður Ítölsk-íslensk raftónlistarveisla verður haldin í Stúdentakjallaranum í kvöld. Fram koma Evil Madness, Fabrizio Modonese Palumbo og Paul Beauchamp. Fabrizio er meðlimur i hljómsveitinni Larsen, og hefur unnið med tónlistarmönnum á borð vid Jarboe, söngkonu Swans, Michael Gira, Xiu Xiu, Current 93, Matmos, Deathprod, John Duncan og fleirum. Paul Beauchamp er meðlimur í Blind Cave Salamander ásamt Fabrizio og hefur einnig unnið med Steve Mackey úr Stooges, Psychic TV, Bastard Noise, Kamilsky og fleirum. „Það er ekki oft sem við fáum svona ferskar raddir í raftónlistargeiranum og það er frábært að fá þá hingað,“ segir Jóhann Jóhannsson, meðlimur Evil Madness, um þá Fabrizio og Beauchamp. Á meðal fleiri meðlima Ewil Madness má nefna Sigtrygg Berg Sigmarsson og Helga Þórsson úr Stilluppsteypu, Dj Musician og Curver. Fyrsta plata sveitarinnar, Demon Jukebox, kom út í fyrra og fékk hún góða dóma hjá gagnrýnendum bæði hér heima og erlendis. „Þetta eru í rauninni þriðju tónleikarnir okkar,“ segir Jóhann. „Við spiluðum fyrst í Nýlistasafninu og síðan á Airwaves. Við höfum alltaf spilað nýtt efni á hverjum tónleikum og ég gæti trúað að það verði raunin. Auðvitað munum við líka spila einhverja smelli af plötunni okkar.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00. Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Ítölsk-íslensk raftónlistarveisla verður haldin í Stúdentakjallaranum í kvöld. Fram koma Evil Madness, Fabrizio Modonese Palumbo og Paul Beauchamp. Fabrizio er meðlimur i hljómsveitinni Larsen, og hefur unnið med tónlistarmönnum á borð vid Jarboe, söngkonu Swans, Michael Gira, Xiu Xiu, Current 93, Matmos, Deathprod, John Duncan og fleirum. Paul Beauchamp er meðlimur í Blind Cave Salamander ásamt Fabrizio og hefur einnig unnið med Steve Mackey úr Stooges, Psychic TV, Bastard Noise, Kamilsky og fleirum. „Það er ekki oft sem við fáum svona ferskar raddir í raftónlistargeiranum og það er frábært að fá þá hingað,“ segir Jóhann Jóhannsson, meðlimur Evil Madness, um þá Fabrizio og Beauchamp. Á meðal fleiri meðlima Ewil Madness má nefna Sigtrygg Berg Sigmarsson og Helga Þórsson úr Stilluppsteypu, Dj Musician og Curver. Fyrsta plata sveitarinnar, Demon Jukebox, kom út í fyrra og fékk hún góða dóma hjá gagnrýnendum bæði hér heima og erlendis. „Þetta eru í rauninni þriðju tónleikarnir okkar,“ segir Jóhann. „Við spiluðum fyrst í Nýlistasafninu og síðan á Airwaves. Við höfum alltaf spilað nýtt efni á hverjum tónleikum og ég gæti trúað að það verði raunin. Auðvitað munum við líka spila einhverja smelli af plötunni okkar.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00.
Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira