Bíó og sjónvarp

Unnur Birna leikur í bíómynd

Unnur Birna leikur í sinni fyrstu kvikmynd í apríl þegar tökur á Stóra Planinu hefjast.
Unnur Birna leikur í sinni fyrstu kvikmynd í apríl þegar tökur á Stóra Planinu hefjast.

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning, hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Stóra planið í leikstjórn Ólafs Jóhnnessonar en tökur á henni hefjast í apríl á þessu ári. Þetta er fyrsta kvikmyndahlutverk Unnar Birnu en móðir hennar, Unnur Steinsson, lék eins og frægt er orðið í sjónvarpsmyndinni „Þegar það gerist“ eftir Hrafn Gunnlaugsson.

Ólafur sjálfur vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Fréttablaðið og sagði samningaviðræður við alla leikara á viðkvæmu stigi. „Ég lofa því að það verður gæðakostur í hverju horni,“ lýsti Ólafur yfir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þeir Sigurjón Kjartansson, Benendikt Erlingsson og Jón Gnarr einngi verið ráðnir í hlutverk auk þess sem einn af framleiðendum myndarinnar, Baltasar Kormákur, leikur í myndinni en Ólafur sagðist ekki vilja tjá sig um ráðningarferlið.

„Þetta á allt eftir að skýrast á næstu dögum og vikum,“ útskýrir leikstjórinn.

Stóra planið er byggð á bók Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans, en hún segir frá sambandi ungs hugsjónarmanns og einmanna kennara en í aðalhlutverkum eru þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Eggert Þorleifsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×