Tónlist

Bítlatexti á uppboð

Handskrifaður texti við Bítlalagið While My Guitar Gently Weeps verður seldur á uppboði á næstunni.
Handskrifaður texti við Bítlalagið While My Guitar Gently Weeps verður seldur á uppboði á næstunni.

Handskrifaður texti við Bítlalagið While My Guitar Gently Weeps verður seldur á uppboði í Bandaríkjunum næstkomandi mánudag.

Talið er að allt að 56 milljónir króna fáist fyrir textann, sem höfundur lagsins, George Harrison, skrifaði. Í textanum eru setningar sem voru ekki hafðar með í lokaútgáfu lagsins, sem var tekið upp árið 1968.

Neðst á textablaðinu stendur síðan:

„Leiðtogi hljómsveitarinnar segist ekki ætla að spila lengur.“ Talið er að George hafi þar verið að vísa í annaðhvort John Lennon eða Paul McCartney sem báðir töldu sig leiðtoga Bítlanna. Er setningin vísun í það slæma andrúmsloft sem var í Bítlunum á þessum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.