Brugðist við nýjum aðstæðum Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 5. janúar 2007 00:01 Þær fréttir sem bárust á dögunum um hagtölur í sjávarvegi eru athyglisverðar. Annars vegar sjáum við af tölunum að fiskaflinn í tonnum talið er sá minnsti í 15 ár og dróst saman um fimmtung á milli ára. Hins vegar jókst verðmætið um 12 til 14 prósent frá árinu á undan. Skýringin á minni afla verður einkum rakin til mikils samdráttar í loðnuveiðum. Aflinn var 680 þúsund tonn árið 2003, fór í 525 þúsund tonn ári síðar, varð 605 þúsund tonn árið 2005, en einvörðungu 184 þúsund tonn í fyrra. Vitaskuld er þetta áfall. Loðnuveiðar og vinnsla eru mikilvægur þáttur í atvinnusköpun víða um land auk þess sem loðnan er þýðingarmesti þáttur fæðuöflunar þorsksins. Minna aðgengi að loðnu hefur áhrif á stöðu þorskstofnsins og hefur áhrif á veiðiráðgjöfina á hverju ári. Ánægjulegt var þó að sjá þá niðurstöðu úr haustleiðangri Hafrannsóknarstofnunar að loðna í maga þorsks var meiri en undanfarin ár. Atferli loðnunnar hefur verið talsvert öðruvísi undanfarin ár en fyrrum. Ekki hefur tekist að mæla loðnu á hefðbundnum tíma til þess að unnt væri að gefa út kvóta til veiðanna á þeim tíma sem venjulegt hefur verið. Í rannsóknarleiðöngrum sl. haust fannst veiðanleg loðna ekki í nægjanlegu magni. Sömu var að segja um haustrannsóknir árið 2005. Meiri áhersla var lögð á loðnuleit í fyrra og hitteðfyrra en að jafnaði áður. Veiðanleg loðna fannst þó fyrst í lok janúar í fyrra og kvótinn sem út var gefinn, var sá minnsti frá því fyrir 15 árum. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni í gegn um tíðina. Menn hafa brugðist við sveiflum í lífríkinu með margvíslegum hætti og ótrúlegt í raun að sjá hvernig atvinnugreinin hefur leitað nýrra tækifæra þegar önnur hafa brugðist. Loðnuvertíðin á síðasta ári var gott dæmi um það. Þó aflinn í tonnum talið hafi einungis verið 27 prósent loðnuaflans árið 2003, varð verðmætisminnkunin langt um minni. Því veldur að sönnu hátt afurðaverð að nokkru. En lang helsta skýringin er sú að útgerðarmenn beittu skipum sínum í aukna vinnslu. Þannig var aflaverðmætið 2003 11,8 milljarðar, ári síðar 9,4 milljarðar, ári síðar varð verðmætið 9,3 milljarðar og í fyrra 6,3 milljarðar, eða um 53% verðmætisins þegar aflinn var þó hlutfallslega miklu meiri. Höfundur er sjávarútvegsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þær fréttir sem bárust á dögunum um hagtölur í sjávarvegi eru athyglisverðar. Annars vegar sjáum við af tölunum að fiskaflinn í tonnum talið er sá minnsti í 15 ár og dróst saman um fimmtung á milli ára. Hins vegar jókst verðmætið um 12 til 14 prósent frá árinu á undan. Skýringin á minni afla verður einkum rakin til mikils samdráttar í loðnuveiðum. Aflinn var 680 þúsund tonn árið 2003, fór í 525 þúsund tonn ári síðar, varð 605 þúsund tonn árið 2005, en einvörðungu 184 þúsund tonn í fyrra. Vitaskuld er þetta áfall. Loðnuveiðar og vinnsla eru mikilvægur þáttur í atvinnusköpun víða um land auk þess sem loðnan er þýðingarmesti þáttur fæðuöflunar þorsksins. Minna aðgengi að loðnu hefur áhrif á stöðu þorskstofnsins og hefur áhrif á veiðiráðgjöfina á hverju ári. Ánægjulegt var þó að sjá þá niðurstöðu úr haustleiðangri Hafrannsóknarstofnunar að loðna í maga þorsks var meiri en undanfarin ár. Atferli loðnunnar hefur verið talsvert öðruvísi undanfarin ár en fyrrum. Ekki hefur tekist að mæla loðnu á hefðbundnum tíma til þess að unnt væri að gefa út kvóta til veiðanna á þeim tíma sem venjulegt hefur verið. Í rannsóknarleiðöngrum sl. haust fannst veiðanleg loðna ekki í nægjanlegu magni. Sömu var að segja um haustrannsóknir árið 2005. Meiri áhersla var lögð á loðnuleit í fyrra og hitteðfyrra en að jafnaði áður. Veiðanleg loðna fannst þó fyrst í lok janúar í fyrra og kvótinn sem út var gefinn, var sá minnsti frá því fyrir 15 árum. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni í gegn um tíðina. Menn hafa brugðist við sveiflum í lífríkinu með margvíslegum hætti og ótrúlegt í raun að sjá hvernig atvinnugreinin hefur leitað nýrra tækifæra þegar önnur hafa brugðist. Loðnuvertíðin á síðasta ári var gott dæmi um það. Þó aflinn í tonnum talið hafi einungis verið 27 prósent loðnuaflans árið 2003, varð verðmætisminnkunin langt um minni. Því veldur að sönnu hátt afurðaverð að nokkru. En lang helsta skýringin er sú að útgerðarmenn beittu skipum sínum í aukna vinnslu. Þannig var aflaverðmætið 2003 11,8 milljarðar, ári síðar 9,4 milljarðar, ári síðar varð verðmætið 9,3 milljarðar og í fyrra 6,3 milljarðar, eða um 53% verðmætisins þegar aflinn var þó hlutfallslega miklu meiri. Höfundur er sjávarútvegsráðherra
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun