Erlent

Páfi biður fólk um muna eftir þeim sem minna mega sín

Benedikt páfi sagði í jólaræðu sinni í dag að þó svo mannkynið hefði náð til annarra hnatta og leyst mörg af leyndarmálum náttúrunnar, ætti það ekki að gera ráð fyrir því að geta lifað án Guðs. Hann sagði það skammarlegt að þessum tímum neysluæðis myndu fáir eftir þeim sem væru að deyja úr hungri, þorsta, sjúkdómum, fátækt, stríði og hryðjuverkum.

Hann kallaði jafnframt eftir friði í Mið-Austurlöndum, að endir yrði bundin á ofbeldið í Írak sem og í austurhluta Afríku. Tugir þúsunda hlýddu á ræðu páfa en þetta var í annað skiptið sem að Benedikt páfi heldur hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×