Erlent

Sprakk í höndum sprengjusérfræðinga

MYND/AP

Tveir íraskir sprengjusérfræðingar týndu lífi þegar sprengja, sem þeir voru að reyna að aftengja, sprakk í höndunum á þeim í Sadr-hverfi Bagdadborgar í morgun. Fjórir almennir borgarar særðust þegar sprengjan sprakk. Öðrum hópi sprengjusérfræðinga tókst að aftengja aðra sprengju í næsta nágrenni.

Fámennt er á götum Sadr-hverfis þar sem lögreglu hafa borist ábendingar um að fleiri sprengjum hafi verið komið fyrir. Rúmlega tvær og hálf milljón manna búa í Sadr-hverfi sem er höfuðvígi Mahdi-hersins sem er hliðhollur sjíaklerknum Moqtada al-Sadr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×