Erlent

Verra en borgarastyrjöld

Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri SÞ.
Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri SÞ. MYND/AP

Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld. Hann segir jafnframt líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hussein stjórnaði landinu.

Þetta segir Annan í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. Hann lætur af embætti framkvæmdastjóra í lok ársins eftir tíu ár í starfi. Annan segir sorglegt að honum hafi ekki tekist að koma í veg fyrir innrásina í Írak og að innrásin hafi verið mikið áfall fyrir starf Sameinuðu þjóðanna.

Þrír opinberir starfsmenn voru myrtir í skotárás í Bakúba norð-austur af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Þrír týndu lífi og 15 særðust þegar bílsprengja sprakk í norðurhluta höfuðborgarinnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×