Erlent

Glæpamenn vegna heilagalla

Ofbeldishneigðin hefur verið tengd við óeðlilegt blóðflæði í heiminum.
Ofbeldishneigðin hefur verið tengd við óeðlilegt blóðflæði í heiminum. MYND/Vísir

Líffræðilegur galli í blóðflæði í heilanum, frekar en andlegt ástand, gæti útskýrt af hverju sumt fólk verður glæpasjúkt. Vísindamenn frá Kings College í London fylgdust með viðbrögðum sex síbrotamanna, sem höfðu framið morð, nauðganir og alvarlegar líkamsárásir, á meðan þeim voru sýndar myndir af hræddum andlitum.

Í ljós kom að blóðflæði til heilans minnkaði þegar þeim voru sýndar myndirnar. Sögðu vísindamennirnir hugsanlegt að glæpamennirnir hættu ekki árásum sínum á fólk þar sem þeir gætu hafa lært að draga úr blóðflæði heilans á þær stöðvar sem nema ástand og tilfinningar annars fólks.

Sögðu þeir einnig að þetta gæti verið arfgengur galli en að hann gæti orðið áunninn ef fólk upplifir mjög erfið bernskuár. Reiknuðu vísindamennirnir því að hægt væri að nota þetta sem próf til þess að athuga hvort að glæpamenn af þessari tegund hafi verið endurhæfðir og séu tilbúnir til þess að fara út í samfélagið á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×