Erlent

Bush ræðir við Norður íraka

Viðræður Bush Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Malikis hófust í Amman í Jórdaníu í morgun. Abdullah Jórdaníukonungur fundaði einnig með Bush og al-Maliki sitt í hvoru lagi í gær. Embættismenn Hvíta hússins reyndu í gær að sannfæra fréttamenn um að orðrómur þess efnis að Nuri al-Maliki hefði móðgast við harðorða Hvítahúss-skýrslu væri tilhæfulaus. Með því að funda með Bush hefur Maliki tapað stuðningi innan þingmannaflokks sjíamúslima, þar sem róttæki og áhrifamikli sjíaklerkurinn Muqtada al Sadr gerði alvöru úr hótun sinni að sniðganga þingið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×