Erlent

Sarkozy tilkynnir framboð

Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands.
Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands. MYND/AP

Innanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur lýst því yfir að hann muni sækjast eftir útnefningu hægri manna sem forsetaframbjóðandi þeirra á flokksþingi þeirra sem mun fara fram í janúar á næsta ári. Talið er líklegt að hann eigi eftir að hljóta útnefninguna þar sem sitjandi forseti Jaques Chirac, ætlar sér ekki fram í þriðja sinn.

Sarkozy mun, ef hann hlýtur útnefninguna, etja kappi við Segolene Royal, frambjóðanda sósíalista, en hún stefnir að því að verða fyrsti kvenforsetinn í sögu Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×