Erlent

Norðmenn neita ásökunum um tvöfeldni

Norðmenn hafa neitað því, reiðilega, að samningamaður þeirra á Sri Lanka hafi gefið einum leiðtoga Tamíl tígra peninga, til þess að kaupa vopn, og sjálfur þegið peninga frá tígrunum. Þessu er haldið fram í dagblaði sem sagt er málpípa stjórnvalda á Sri Lanka.

Blaðið Daily News birtir viðtal við fyrrverandi foringja í liði Tamíl tígra, sem segir að Erik Solheim hafi bæði fjármagnað vopnakaup og þegið mútur.

Viðtalið kemur í kjölfar þess að háttsettur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, og norrænir friðareftirlitsmenn gagnrýndu stjórnvöld á Sri Lanka, og stjórnarherinn.  Norðmenn segja að þetta sé tilhæfulaust með öllu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×