Erlent

Pabbi er kominn

MYND/Stefán Karlsson

Rúmensk kona ætlar í mál við kirkjuna eftir að hún fékk jarðneskar leifar föður síns sendar í pósti, vegna þess að byggingafélag hafði keypt kirkjugarðinn undir íbúðablokkir. Faðir hennar lést fyrir sextán árum.

Aurelia Cenusa, sem býr í Severin, fékk upphringingu frá kirkjugarðinum þar sem henni var sagt frá sölunni á garðinum. Kirkjugarðurinn er í heimabæ hennar, Darvari, í fjögurhundruð kílómetra fjarlægð.

Hún gaf samþykki sitt fyrir því að leiðið yrði selt, og gerði því skóna að kirkjan myndi jarðsetja föður hennar annarsstaðar.

Nokkrum vikum síðar fékk hún hinsvegar vel pakkaða póstsendingu. Þegar hún tók bréfið utan af, kom í ljós kassi undan banönum. Og í kassanum var beinagrind föður hennar. Ennþá mátti sjá snifsi af fötunum sem hann hafði verið grafinn í, fyrir sextán árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×