Erlent

Haldið upp á 80 ára afmæli Kastró

Ungar stúlkur sleppa 80 hvítum dúfum til þess að marka upphaf afmælishátíðar Fídels Kastró í dag.
Ungar stúlkur sleppa 80 hvítum dúfum til þess að marka upphaf afmælishátíðar Fídels Kastró í dag. MYND/AP

Hátíðishöld vegna 80 ára afmælis Fídels Kastró, forseta Kúbu, hófust í dag en Kastró sást þó hvergi þar sem hann er enn að jafna sig eftir neyðaruppskurð sem hann fór í þann 31. júlí síðastliðinn. Margir Kúbverjar telja að Kastró sé of gamall til þess að snúa aftur til valda en hann eftirlét bróður sínum stjórntaumana eftir uppskurðinn.

Upphaflega áttu hátíðarhöldin að vera 13. ágúst en var frestað vegna veikinda Kastrós til 2. desember en þá verða fimmtíu ár liðin síðan hann og Che Guevara leiddu hóp uppreisnarmanna til valda á eyjunni.

Margir erlendir gestir voru við upphaf hátíðahaldanna og má þar nefna forseta Bólivíu og tilvonandi forseta Níkvaragúa, Daniel Ortega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×