Erlent

Norðmenn að taka við flugvellinum í Kabúl

Íslenska friðargæslan að störfum á flugvellinum í Kabúl.
Íslenska friðargæslan að störfum á flugvellinum í Kabúl. MYND/Vísir

Norðmenn hafa boðist til þess að taka við stjórninni á flugvellinum í Kabúl en þeir tóku þó fram að þeir myndu aðeins gera það í sex mánuði og að þátttaka þeirra ylti á því hvað þeir yrðu beðnir um að gera.

Norðmenn hafa hingað til legið undir ámæli fyrir að senda ekki hersveitir sínar til Afganistan en þeir neituðu nýlega beiðni George W. Bush, Bandaríkjaforseta, og Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra Norður-Atlantshafs Bandalagsins (NATO), um aukinn mannafla í Afganistan.

Þeir sögðust þó reiðubúnir að láta 400 manna herdeild taka þátt í störfum neyðarsveita NATO en að þeir yrðu staðsettir í Noregi þangað til þeir þyrftu að fara í verkefni.

Íslendingar voru einmitt lengi við stjórn á flugvellinum í Kabúl í Afganistan og er þakkað það að flugvöllurinn er yfirhöfuð starfhæfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×