Innlent

Leikskólabörn í Hafnarfirði skreyta Jólaþorp

Jólalög hljómuðu um miðbæ Hafnarfjarðar í dag þegar hundruð leikskólabarna skreyttu jólaþorpið sem opnar á morgun.

Um 800 leikskólabörn í Hafnarfirði hengdu stolt upp jólaskrautið sitt í Jólaþorpinu sem verður opnað klukkan 12 á morgun en kl. 14 verða ljósin á jólatrénu frá vinabænum Fredriksberg, tendruð við hátíðlega athöfn. Þetta er í fjórða sinn sem Hafnfirðingar reisa jólaþorp og þar verður um hverja helgi fram að jólum hægt að skoða og kaupa kökur, heilsunammi, belgískt konfekt, listaverk úr jólatréstofnum, handmáluð kerti og fleira. Þorpið er opið kl.12-18 allar helgar en til kl. 22 á Þorláksmessu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×