Erlent

Litvinenko látinn

Mynd sem tekin var af Litvinenko á mánudaginn var.
Mynd sem tekin var af Litvinenko á mánudaginn var. MYND/AP

Alexander Litvinenko, fyrrum rússneskur njósnari sem var eitrað fyrir í upphafi mánaðarins, er látinn. Frá þessu skýrði sjúkrahúsið sem hann dvaldist á nú rétt í þessu.

Litvinenko var alvarlega veikur eftir að ástand hans versnaði til muna í gær. Læknar höfðu útilokað að honum hefði verið byrlað þallíum eða álíka eitraðir þungamálmar. Hann fékk hjartaáfall síðastliðna nótt.

Litvinenko, sem var harður gagnrýnandi stjórnar Vladimirs Pútins, skrifaði bók árið 2003 en í henni fullyrti hann að það hefði verið rússneska leyniþjónustan sem hefði staðið á bakvið fjölmörg sprengjutilræði í Moskvu í þeim tilgangi að æsa menn til stríðs í Téteníu. Þegar eitrað var fyrir honum var hann að rannsaka morðið í rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaya, en hún var myrt í byrjun október á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×