Erlent

Afríkuríki verða að verja sig gegn fuglaflensu

MYND/DV

Leiðtogar Alþjóðaheilbrigðissamtakanna sögðu í dag að ríki í Afríku þyrftu að fjárfesta mikið og fljótt í forvörnum gegn fuglaflensunni. Sögðu þeir að ríkin hefðu hreinlega ekki efni á því að leiða hættuna hjá sér öllu lengur. Þetta kom fram í ræðu þeirra á ráðstefnu um heilsuþjónustu í Afríku en hún fer fram í Suður-Afríku.

Samtökin hafa samþykkt að hjálpa fimm þjóðum í Afríku við þessar ráðstafanir en þær eru Senegal, Nígería, Suður-Afríka, Madagascar og Kenía. Fuglaflensa hefur fundist í Nígeríu, Kamerús, Búrkína Fasó, Súdan og Fílabeinsströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×