Innlent

Leitað eftir tilnefningum fyrir Ljósahús Reykjanesbæjar

Íbúar í Reykjanesbæ keppa nú í sjötta sinn um titilinn Ljósahús Reykjanesbæjar þar sem best skreyttu húsin og göturnar fyrir jólin verða verðlaunuð. Það eru menningar-, íþrótta- og tómstundsvið Reykjanesbæjar ásamt Hitaveitu Suðurnesja sem standa að samkeppninni en auk Ljósahúss Reykjanesbæjar verða veittar viðurkenningar fyrir sérstakt jólahús, jólagötuna, fjölbýlishúsið og best skreytta verslunargluggann.

Öll hús sem tilnefnd verða, verða sett á kort og því geta íbúar og aðrir gestir farið í sérstakann "ljósarúnt í Reykjanesbæ" eins og segir í tilkynningu. Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 14 mánudaginn 11. desember en úrslit verða kynnt fimmtudaginn 14. desember í Duushúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×