Erlent

Bandaríkin hvetja til refsiaðgerða gegn Íran

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna.
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna. MYND/AP

Bandaríkin hvöttu í kvöld Sameinuðu þjóðirnar til þess að hraða því að refsiaðgerðir verði settar á gegn Íran. Á sama tíma reyndu þau að sannfæra Rússa og Kínverja um að refsiaðgerðirnar myndu ekki verða of miklar.

Þetta kom fram í ræðu sem að varautanríkisráðherra Bandaríkjanna hélt. Hann sagði hinsvegar að ekki væra um að ræða stórtækar efnahagsaðgerðir heldur myndu aðgerðirnar smám saman aukast.

Rússar og Kínverjar hafa hingað til verið í því að draga úr fyrirætlunum Evrópuríkja og Bandaríkjanna varðandi refsiaðgerðirnar og nú er verið að ákveða hvað Íranir megi kaupa og hvað ekki.

Bandaríkjamenn segja að ef farið sé að reglum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eigi lönd að hagnast á því, eins og Indland gerir í dag. Hins vegar sé Íran ekki að fara eftir þeim leikreglum og að því eigi að refsa þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×