Erlent

Indverskir kommúnistar styðja Saddam

Um eitthundrað þúsund indverskir kommúnistar söfnuðust saman í Kalkútta, á Indlandi, í dag, til þess að mótmæla dauðdóminum yfir Saddam Hussein.

Mótmælendur kölluðu réttarhöldin yfir honum sjónarspil og fordæmdu stefnu Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Formaður kommúnistaflokksins í Kalkútta, Biman Bose, sakaði Bandaríkin um að brjóta á réttindum þróunarríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×