Innlent

Orð umhverfisráðherra kalla á skýra loftlagsstefnu

Jónína Bjartmarz
Jónína Bjartmarz MYND/Vísir

Náttúruverndarsamtök Íslands segja orð umhverfisráðherra, á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna í morgun, kalla á skýra loftslagsstefnu til langs tíma. Þetta felur meðal annars í sér að setja þarf tímasett markmið um verulegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda.

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, lauk í morgun ræðu sinni á loftlagsþinginu, sem fram fer í Nairobi, með þeim orðum að Íslendingar vildu halda áfram að vera meðal þeirra ríkja, sem beðin væru um að taka að sér forystu í loftlagsmálum, og að þeir myndu rísa undir áskoruninni.

Það er von Náttúruverndarsamtaka Íslands að umhverfisráðherra, ríkisstjórnin og Alþingi, standi saman um að gefa þessum lokaorðum ráðherrans innistæðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×