Erlent

Síróp á vegi gegn hálku

Sætir vegir eru betri.

Norðmenn eru að byrja að sprauta sírópi á vegi sína, til þess að koma í veg fyrir hálku. Sírópið er blandað megnesíum klóríði og verndar vegina allt niður í sextíu og fimm gráðu frost.

Yfirverkfræðingur norsku vegagerðarinnar, Olaf Matthiesen, er mjög hrifinn af sírópinu. Hann segir að með þessu sé hægt að draga úr saltnokun um helming og það sé gott bæði fyrir bílana og umhverfið.

Frændur okkar Norðmenn eru ekki að finna upp hjólið með þessari aðferð, í Kanada hefur síróp verið notað gegn hálku í árabil. Og Kanadamenn hafa ekið um sælir á sínum sætu vegum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×