Dómsmálaráðherra svaraði ekki fyrirspurnum um hleranir 15. nóvember 2006 21:25 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. MYND/Daníel Dómsmálaráðherra svaraði ekki í fyrirspurnartíma á Alþingi spurningum Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Framsóknarflokksins um hleranir á símum Alþingismanna, ástæður hleranna og hvenær þær hefðu tengst rannsókn sakamála. Ráðherrann sagði ótækt að yfirvöld tækju frumkvæði að því að birta nöfn þingmannanna með tilliti til einkalífshagsmuna þeirra. Þessi ákvörðun Björns Bjarnasonar vakti talsverða reiði á meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar en hann rökstuddi mál sitt meðal annars með því að slíkum sagnfræðilegum rannsóknum væri best fyrir komið hjá fræðimönnum og að þegar væri að störfum nefnd til að skoða þessi mál. Björn sagði eftirfarandi þegar hann svaraði fyrirspurn Kristins: "Einstaklingur getur haft af því brýna persónulega hagsmuni að ekki sé fjallað um það opinberlega hvorki hér á Alþingi eða annars staðar að mál hafi verið þannig vaxin að dómari hafi talið nauðsynlegt að heimila hjá honum hlerun. Flestir sjá það í hendi sér að ótækt er að yfirvöld hafi frumkvæði að því að greina opinberlega frá nöfnum þeirra sem koma þar við sögu." Björgvin G. Sigurðsson kom því næst að máli og fullyrti að það hlyti að stappa nærri pólitísku hneyksli að háttvirtur dómsmálaráðherra skyldi hlaupa í skjól fræðimanna og skirrast við því að upplýsa um það hverjir voru beittir pólitískum njósnum hér fyrr á árum. Björn Ingi Hrafnsson sagði þetta mál einkennast af upphlaupi og löngun til þess að komast í fréttir fjölmiðla. Vísaði hann í mikla og breiða pólitísk samstöðu sem náðist um að setja þetta mál í ákveðin farveg. Það hefði hlotið flýtimeðferð í þinginu og hæstvirtur dómsmálaráðherra hefði ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að í þessu máli ættu öll gögn að koma upp á yfirborðið. Kristinn H. Gunnarsson sagði að þeir sem voru hleraðir hafi enga hagsmuni af því að viðhalda röngum sakargiftum. "Eiga menn að sitja undir ávirðingum og dylgjum ráðherra sem situr á upplýsingunum og neitar að láta þær af hendi? Það er ekki löngun endilega að komast í fjölmiðla að vilja fá þær upplýsingar virðulegur forseti. Mér finnst það nú vera hálfgerður uppskafningsháttur að bera því við." bætti Kristinn þá við. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra svaraði ekki í fyrirspurnartíma á Alþingi spurningum Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Framsóknarflokksins um hleranir á símum Alþingismanna, ástæður hleranna og hvenær þær hefðu tengst rannsókn sakamála. Ráðherrann sagði ótækt að yfirvöld tækju frumkvæði að því að birta nöfn þingmannanna með tilliti til einkalífshagsmuna þeirra. Þessi ákvörðun Björns Bjarnasonar vakti talsverða reiði á meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar en hann rökstuddi mál sitt meðal annars með því að slíkum sagnfræðilegum rannsóknum væri best fyrir komið hjá fræðimönnum og að þegar væri að störfum nefnd til að skoða þessi mál. Björn sagði eftirfarandi þegar hann svaraði fyrirspurn Kristins: "Einstaklingur getur haft af því brýna persónulega hagsmuni að ekki sé fjallað um það opinberlega hvorki hér á Alþingi eða annars staðar að mál hafi verið þannig vaxin að dómari hafi talið nauðsynlegt að heimila hjá honum hlerun. Flestir sjá það í hendi sér að ótækt er að yfirvöld hafi frumkvæði að því að greina opinberlega frá nöfnum þeirra sem koma þar við sögu." Björgvin G. Sigurðsson kom því næst að máli og fullyrti að það hlyti að stappa nærri pólitísku hneyksli að háttvirtur dómsmálaráðherra skyldi hlaupa í skjól fræðimanna og skirrast við því að upplýsa um það hverjir voru beittir pólitískum njósnum hér fyrr á árum. Björn Ingi Hrafnsson sagði þetta mál einkennast af upphlaupi og löngun til þess að komast í fréttir fjölmiðla. Vísaði hann í mikla og breiða pólitísk samstöðu sem náðist um að setja þetta mál í ákveðin farveg. Það hefði hlotið flýtimeðferð í þinginu og hæstvirtur dómsmálaráðherra hefði ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að í þessu máli ættu öll gögn að koma upp á yfirborðið. Kristinn H. Gunnarsson sagði að þeir sem voru hleraðir hafi enga hagsmuni af því að viðhalda röngum sakargiftum. "Eiga menn að sitja undir ávirðingum og dylgjum ráðherra sem situr á upplýsingunum og neitar að láta þær af hendi? Það er ekki löngun endilega að komast í fjölmiðla að vilja fá þær upplýsingar virðulegur forseti. Mér finnst það nú vera hálfgerður uppskafningsháttur að bera því við." bætti Kristinn þá við.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira