Æsispennandi barátta í Kraganum 12. nóvember 2006 10:00 MYND/Heiða Helgadóttir Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjarrgar, tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins. 6409 tóku þátt í prófkjörinu sem þýðir að kjörsókn var 55 prósent. Ragnheiður Elín Árnadóttir tryggði sér fimmta sætið og verður að teljast líklegt að hún hafi tryggt sér þingsæti því flokkurinn hefur nú fimm þingsæti í þessu sterkasta vígi sínu í landinu. Sigurrós Þorgrímsdóttir þingkona er hins vegar á leið út því hún er ekki meðal sex efstu í prófkjörinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson alþingismaður fengu bæði góða kosningu í fyrsta og annað sætið og þá var Ármann Kristinn Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, í þriðja sæti frá því að fyrstu tölur bárust. Atkvæðin skiptust svo: 1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 5002 atkvæði (í 1. sæti) 2. Bjarni Benediktsson 5432 atkvæði (í 1.-2. sæti) 3. Ármann Kr. Ólafsson 2595 atkvæði (í 1.-3. sæti) 4. Jón Gunnarsson 2425 atkvæði (í 1.-4. sæti) 5. Ragnheiður Elín Árnadóttir 3303 atkvæði (í 1.-5. sæti) 6. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 3513 atkvæði (í 1.-6. sæti) Baráttan um sæti fjögur til sex var hörkuspennandi frá upphafi til enda. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var í fjórða sæti þegar fyrstu tölur bárust en þegar þriðju tölur voru lesnar upp varð ljóst að spennan yrði mikil því þá voru hún og Jón jöfn í 4.-5. sæti. Jón náði hins vegar fjórða sætinu þegar fjórðu tölur voru lesnar og Ragnheiður var þá í sjötta en þau höfðu sætaskipti þegar sjöttu tölur bárust og þannig var það líka þegar sjöundu tölur voru lesnar. Jón tryggði sér hins vegar fjórða sætið og öruggt þingsæti í áttundu tölum sem jafnframt voru lokatölur en það kemur væntanlega í hlut Ragnheiðar Ríkharðsdóttur að berjast við að ná sjötta þingsætinu fyrir Sjálfstæðismenn í Kraganum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjarrgar, tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins. 6409 tóku þátt í prófkjörinu sem þýðir að kjörsókn var 55 prósent. Ragnheiður Elín Árnadóttir tryggði sér fimmta sætið og verður að teljast líklegt að hún hafi tryggt sér þingsæti því flokkurinn hefur nú fimm þingsæti í þessu sterkasta vígi sínu í landinu. Sigurrós Þorgrímsdóttir þingkona er hins vegar á leið út því hún er ekki meðal sex efstu í prófkjörinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson alþingismaður fengu bæði góða kosningu í fyrsta og annað sætið og þá var Ármann Kristinn Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, í þriðja sæti frá því að fyrstu tölur bárust. Atkvæðin skiptust svo: 1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 5002 atkvæði (í 1. sæti) 2. Bjarni Benediktsson 5432 atkvæði (í 1.-2. sæti) 3. Ármann Kr. Ólafsson 2595 atkvæði (í 1.-3. sæti) 4. Jón Gunnarsson 2425 atkvæði (í 1.-4. sæti) 5. Ragnheiður Elín Árnadóttir 3303 atkvæði (í 1.-5. sæti) 6. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 3513 atkvæði (í 1.-6. sæti) Baráttan um sæti fjögur til sex var hörkuspennandi frá upphafi til enda. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var í fjórða sæti þegar fyrstu tölur bárust en þegar þriðju tölur voru lesnar upp varð ljóst að spennan yrði mikil því þá voru hún og Jón jöfn í 4.-5. sæti. Jón náði hins vegar fjórða sætinu þegar fjórðu tölur voru lesnar og Ragnheiður var þá í sjötta en þau höfðu sætaskipti þegar sjöttu tölur bárust og þannig var það líka þegar sjöundu tölur voru lesnar. Jón tryggði sér hins vegar fjórða sætið og öruggt þingsæti í áttundu tölum sem jafnframt voru lokatölur en það kemur væntanlega í hlut Ragnheiðar Ríkharðsdóttur að berjast við að ná sjötta þingsætinu fyrir Sjálfstæðismenn í Kraganum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira