Erlent

Sýknaðir af ákæru um að hafa kynt undir kynþáttahatri

Nick Griffin, leiðtogi Breska þjóðarflokksins, og einn flokksbræðra hans voru í gær sýknaður af ákærum um að hafa kynt undir kynþáttahatri. Upptökur af ræðu Griffins á lokuðum fundi flokksins þar sem hann segir meðal annars að múslimar hafi breytt Bretlandi í kynþáttablandað helvíti voru kveikja ákæranna en þær voru síðar spilaðar í breska ríkisútvarpinu. Griffin fagnaði dómnum ákaft í gær og gagnrýndi BBC og ríkisstjórnina harkalega um leið. Gordon Brown fjármálaráðherra sagði í kjölfarið að lögum sem banna kynþáttahatur gæti þurft að breyta í ljósi dómsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×