Erlent

Palestínumenn hrópa á hefnd

Palenstínskar konur mótmæla árás Ísraela í gær.
Palenstínskar konur mótmæla árás Ísraela í gær. MYND/AP

Tugir þúsunda Palestínumanna grétu og hrópuðu á hefnd þegar þeir fylgdu þeim sem létust í árásum Ísraela á Beit Hanoun til grafar í dag. Alls létust 18 óbreyttir borgara í árásinni sem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kallaði "tæknileg mistök".

Olmert ítrekaði síðan í ræðu í dag að hann væri tilbúinn til þess að hitta Abbas, leiðtoga Palestínumanna, til þess að reyna að draga úr spennunni sem myndast hefur síðan á miðvikudaginn. Hamas hefur hótað því að hefja sjálfsmorðsárásir að nýju.

Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt árásina og þar á meðal íslensk stjórnvöld. Hinsvegar þjappaði árásin leiðtögum Palestínumanna saman og gæti hún orðið til þess að þjóðstjórn yrði mynduð í Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×