Erlent

Viðurkenna ekki Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi

Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea hafa sammælst um að viðurkenna ekki Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi. Þessi ríki ætla að ræða við Rússa og Kínverja um að taka sömu afstöðu.

Þessi fimm ríki hafa átt í samningaviðræðum við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopnaáætlunar til landsins. Norðanmenn hafa gefið til kynna að þeir séu nú tilbúnir til þess að taka aftur þátt í þessum viðræðum, eftir eins árs hlé.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær fyrsti fundurinn verður haldinn. Sérfræðingar eru ekki vongóðir um árangur, þar sem búist er við að Norður-Kórea herði á kröfum sínum, nú þegar hún telur sig vera kjarnorkuveldi.

Ákvörðun um að viðurkenna hana ekki sem slíkta, mun ekki vekja mikla hrifningu í Pyongyang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×