Erlent

Evrópusambandið ráðleggur fólki að slökkva á farsímum erlendis

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvetur þegna aðildarríkjanna til þess að slökkva á farsímum sínum þegar þeir ferðast erlendis, þar sem símafyrirtækin heimtI alltof hátt gjald fyrir að hringja erlendis frá.

Upplýsingastjóri sambandsins segir að þótt símafyrirtækin hafi aðeins lækkað gjöld sín séu þau ennþá of há. Það skaði neytendur, það skaði evrópskan iðnað og það skaði Evrópu í heild sinni.

Upplýsingastjórinn segir að kostnaður við millilandasímtöl sé ennþá fjórum sinnum hærri en innanlandssímtöl, og fyrir því sé engin góð ástæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×