Erlent

Kókaínfarmur á Atlantshafi

HMS Argyle
HMS Argyle NYND/Laura Joint

Breskt herskip stöðvaði í dag dráttarbát á Atlantshafi og handtók áhöfnina þegar í ljós kom að farmurinn var eitt koma þrjú tonn af kókaíni.

Breska freigátan HMS Argyle stöðvaði dráttarbátinn um 670 kílómetra suðvestur af Grænhöfðaeyjum. Fimm menn voru í áhöfn hans; einn frá Þýskalandi, einn frá Austurríki, tveir frá Grænhöfðaeyjum og einn frá Ghana.

Spænskir tollverðir voru um borð í bresku freigátunni, og dráttarbáturinn verður færður til Spánar, þar sem ákærur verða lagðar fram. Algengt er að Spánn sé fyrsta höfn, þegar reynt er að smygla kókaíni frá Kólumbíu, til Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×