Erlent

Alvarlegir þurrkar í Ástralíu

Murray-Darling vatnasvæðið
Murray-Darling vatnasvæðið
John Howard forsætisráðherra Ástralíu kallaði saman neyðarfund stjórnmálaleiðtoga og vísindamanna í Canberra í dag vegna mjög alvarlegra þurrka í heimsálfunni. Þurrkurnir hafa staðið í sex ár og eru þeir mestu sem vitað er um sögu Ástralíu. Ef fram heldur sem horfir mun mikilvægasta vatnakerfi álfunnar, í Murray-Darling dalnum, þorna upp á hálfu ári. Það sér um 70 prósentum af öllu ræktarlandi Ástralíu fyrir vatni. Meðal tillagna til að ráða bót á neyðarástandinu eru áætlanir til að spara vatn og tryggja skipti á vatni milli landssvæða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×