Erlent

Þjóðverjar hafna hærri sköttum á bjór

MYND/Hörður Sveinsson

Þjóðverjar segjast munu beita neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir að skattar á áfengi verði hækkaðir um 31 prósent í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þýsk stjórnvöld óttast viðbrögð bjórdrykkjumanna heimafyrir, ef skatturinn verður hækkaður.

Thomas Mirov, aðstoðar fjármálaráðherra, segir að Þjóðverjar séu í sjálfu sér ekki á móti sköttum á áfengi. Þeir geti hinsvegar ekki sætt sit við að bjórinn verði dýrari en hann þegar er.

Mörg önnur lönd vilja líka fá undanþágur fyrir sína þjóðardrykki, svosem Spánn fyrir sherry og Portúgal fyrir púrtvín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×