Erlent

Forsprakkar eiturlyfjahrings dæmdir til dauða í Indónesíu

Dómstóll í Indónesíu dæmdi í morgun tvö forsprakka eiturlyfjahrings til dauða. Mennirnir ráku verksmiðju sem framleiddi 30 þúsund e-töflur í viku hverri þar til henni var lokað fyrir ári. Mennirnir verða dregnir fyrir aftökusveit.

Hollendingur og Frakki, sem tengdust eiturlyfjaframleiðslunni, voru dæmdir í lífstíðarfangelsi og fimm til viðbótar í minnst tuttugu ára fangelsi. Áhlaup var gert á verksmiðjuna í nóvember í fyrra eftir margra mánaða rannsókn sem að komu lögreglumenn frá Indónesíu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Kína. Verksmiðjan mun vera sú stærsta sinnar tegundar sem fundist hefur í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×