Erlent

Umhverfisverndarsinnar mótmæltu víða um heim

Mótmælendur í Lundúnum í dag.
Mótmælendur í Lundúnum í dag. MYND/AP

Þúsundir manna söfnuðust saman á Trafalgartorgi í Lundúnum í dag til þess að krefjast aðgerða í umhverfismálum. Mótmælin koma í kjölfar skýrslu sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld þar sem kastað var krónutölu á kostnað vegna aðgerðarleysis. Mótmælendur kröfðust þess einnig að bresk stjórnvöld aðstoðuðu þróunarríki í umhverfismálum.

Mótmælendur komu einnig saman í Brussel í Belgíu í dag og í Ástralíu í morgun. Fulltrúar nærri tvö hundruð ríkja koma saman til árlegs fundar um Kyoto-bókunina, um hvernig draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda, í Nairobi í Kenýa á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×