Erlent

Útbreiðsla kjarnorku hugsanleg í Mið-Austurlöndum

Sex Arabaríki tilkynntu í gær að þau ætluðu að verða sér úti um kjarnorkutækni. Löndin eru Alsír, Egyptaland, Marokkó, Túnis, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin og Sádi Arabía. Fréttavefur breska dagblaðsins Times skýrir frá þessu í morgun.

Öll hafa löndin lýst því yfir að þau vilji eingöngu notfæra sér kjarnorku á friðsamlegan hátt en vegna tímasetningarinnar hafa grunsemdir vaknað um allt sé ekki með felldu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur boðist til þess að hjálpa þeim við að byggja hugsanleg orkuver. Sum landanna hafa gildar ástæður fyrir áhuga sínum en erfitt verður fyrir land eins og Sádi Arabíu, sem á heimsins stærstu olíulindir, að réttlæta kjarnorkuáætlanir sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×